Hann var svo ánægður með matinn og þjónustuna að hann ákvað að gera vel við starfsfólkið, mjög vel. Þegar kom að því að greiða fyrir veitingarnar bætti hann 3.000 dollurum við sem þjórfé. Það svarar til um 410.000 íslenskra króna.
Þetta verður að teljast rausnarlegt þjórfé fyrir máltíð sem kostaði 13,25 dollara.
CNN hefur eftir Matt Martini, yfirmanni hjá Alfredo‘s, að Lambert hafi komið inn á skrifstofu hans og hafi verið með tár í augunum og hafi skolfið og sagt honum að viðskiptavinur hafi gefið henni 3.000 dollara í þjórfé.
Smith sagði starfsfólkinu að hann stundaði viðskipti með rafmyntir og að hann vildi bara reyna að skila einhverju aftur til samfélagsins.
Martini sagði að peningarnir hafi komið sér mjög vel fyrir Lambert sem hefur unnið á staðnum í tvö ár.