fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Dæmd fyrir hrottalegar misþyrmingar á 15 ára pilti mánuðum saman – Heimilið var helvíti á jörð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 22:00

Sebastian Kalinowski

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst 2021 flutti Sebastian Kalinowski frá Póllandi til Huddersfield í Englandi til að búa hjá móður sinni og unnusta hennar. Fljótlega eftir komuna þangað breyttist heimilið, sem átti að vera öruggt athvarf hans, í sannkallað ofbeldishelvíti.

Sky News segir að móðir hans, Agnieszka Kalinowska, og unnusti hennar, Andrezej Latoszewski, hafi beitt hann hrottalegu ofbeldi mánuðum saman. Það varð honum að bana að síðustu. Hann var 15 ára þegar hann lést. Dánarorsök hans var sýking af völdum rifbeinsbrota en þau brotnuðu í misþyrmingunum.

Pilturinn var laminn með rúmstólpum, hýddur með framlengingarsnúrum,  stunginn með nálum, það var öskrað á hann, lífi hans stjórnað og hann niðurlægður.

Fyrir dómi voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum á heimilinu sýndar. Móðir piltsins og unnusti hennar höfðu komið eftirlitsmyndavélum fyrir til að geta fylgst með honum og stjórnað lífi hans. Á upptökunum sást að Andrezej réðst ítrekað á hann og að Agnieszka tók oft þátt í ofbeldinu.

Agnieszka Kalinowska og Andrezej Latoszewski

 

 

 

 

 

Upptökur frá deginum sem hann lést sýna að Andrezej dró hann út úr svefnherberginu klukkan 08.25. Korteri síðar sneri hann aftur með hann, nakinn, blautan og meðvitundarlausan.

Hringt var eftir sjúkrabíl tveimur og hálfri klukkustund síðar en þá var ekkert hægt að gera.

Parið neitaði sök fyrir dómi en dómurinn lagði ekki trúnað á það og fann þau sek um morð. Refsing þeirra verður ákveðin í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum
Pressan
Í gær

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari