fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Stór skógareldur í Yosemite nálgast þjóðgarðinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 06:13

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn nærri Yosemite. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stór skógareldur, sem hefur fengið nafnið „Oak Fire“ nálgast nú Yosemite þjóðgarðinn í Kaliforníu. Eldurinn hefur færst mjög í aukana og stækkað og stækkað og er nú orðinn einn stærsti skógareldurinn sem upp hefur komið í heiminum það sem af er þessu ári.

Eldurinn kom upp á föstudaginn og enn hefur ekki tekist að ná tökum á honum. Í gærmorgun, að staðartíma, náði hann yfir svæði á stærð við hálfa Parísarborg. Yfirvöld segja eldinn „sprengifiman“. Hann kviknaði í kjölfar methita og þurrka. Ekki er vitað hvað kveikti hann en verið er að rannsaka það.

Þyrlur og jarðýtur hafa verið notaðar í baráttunni við eldinn og um 2.000 slökkviliðsmenn berjast við hann. Mörg hús hafa orðið eldinum að bráð og rúmlega 6.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og mörg þúsund manns bíða eftir að þurfa hugsanlega að yfirgefa heimili sín.

Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti í gær yfir neyðarástandi í Mariposa en þar nær skógareldurinn nú yfir rúmlega 63 ferkílómetra svæði.

Yfirvöld segja að hitinn á svæðinu hafi verið um 40 gráður síðustu daga og því hafi eldurinn breiðst út með ógnarhraða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife