Raðir skotárása í Langley í Kanada, sem er skammt frá Vancouver urðu nokkrum að bana. Samkvæmt kanadískum yfirvöldum áttu árasirnar sér stað á nokkrum mismunandi stöðum stuttu eftir klukkan sex í morgun að staðartíma. Karlmaður grunaður um að hafa framið árasirnar var handtekinn af lögreglu en ekki er enn vitað hvort hann hafi einn staðið að verki.
Árásarmanninum var lýst sem hvítum manni með dökkt hár klæddum smekkbuxum og stuttermabol í grænum og bláum felulitum með rauðu merki á hægri erminni.
Að því er lögreglan í Kanada segir voru fórnarlömbin heimilislaust fólk er ekki liggur fyrir fjöldi látinna. Talið er að þetta hafi verið skipulögð árás. Lögregla hefur beðið íbúa um að halda sig frá miðbæjarkjarnanum og hafa varann á.