Daily Mail segir að þetta sé þriðja tilfelli sjúkdómsins sem greinst hefur á Spáni frá 2011. Sömuleiðis hafa þrjú tilfelli komið upp í Bretlandi síðan 2011.
Miðillinn segir að maðurinn hafi greinst með CCHF eftir að hafa verið bitinn af mítli. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Castile en síðan fluttur flugleiðis á sjúkrahús í Leon að sögn spænska varnarmálaráðuneytisins.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að dánartíðnin af völdum sjúkdómsins sé um 30%.
Sjúkdómurinn berst yfirleitt með mítlum eða búfénaði. Hann getur borist í fólk við bit mítils eða með sýktu blóði eða líkamsvökvum. Einkenni sjúkdómsins gera yfirleitt vart við sig mjög skyndilega en meðal þeirra eru hiti, beinverkir, svimi, skapsveiflur og blæðing úr augum og úr húðinni.
Sjúkdómurinn uppgötvaðist fyrst fyrir tæpum 70 árum á Krímskaga. Hann er landlægur í Afríku, Miðausturlöndum, Asíu og Balkanskaga en örsjaldan greinst hann í norðanverðri Afríku.
Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Leon er ástand mannsins stöðugt þrátt fyrir alvarleika veikindanna. Fyrsta smitið á Spáni greindist 2011 og 2016 lést spænskur karlmaður af völdum sjúkdómsins.
Sjúkdómurinn berst ekki auðveldlega á milli fólks og því er almenn smithætta af hans völdum ekki mikil.