fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Hún hélt að hún væri þunn – Svo missti hún sjónina og lamaðist

Pressan
Mánudaginn 25. júlí 2022 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annabelle Moult skellti sér út á lífið kvöld eitt fyrir rúmum áratug. Fyrir svefninn var hún þó ekki sjálfri sér lík, en taldi þó að góður nætursvefn væri það sem hún þyrfti. Hún vaknaði þó um nóttina með náladofa í fótum og höfuðverk og taldi að hún væri að glíma við heiftarlega timburmenn.

„Ég var úti að skemmta mér með vinum mínum á föstudegi í september, bara að skemmta mér og lifa lífinu,“ sagði Annabelle í samtali við The Sun. „Ég var með höfuðverk daginn eftir og hann hélt sér inn í sunnudaginn. Ég var einnig byrjuð að sjá allt í móðu. Svo fór ég að finna fyrir náladofa í fótunum. Ég fór að sofa en vaknaði um nóttina til að fara á salernið, en þá gáfu fæturnir sig og ég öskraði á Danny [eiginmann hennar] að hjálpa mér og við fórum á spítalann.“

Ég var frá mér af ótta

Fljótlega versnaði ástand hennar og innan skamms var hún lömuð og missti sjónina.

„Heilaskanni sýndi bólgu og læknirinn sagði mér að ég myndi aldrei fá sjónina aftur. En þeir gátu ekki útskýrt þetta. Ég var frá mér af ótta.“

Annabelle hafði lifað virkum lífsstíl, spilað hokkí, fór reglulega í ræktina og var almennt sjálfstæð og ákveðin 25 ára gömul kona. Nú horfðist hún í augu við að vera verulega sjónskert og lömuð og hafði misst sjálfstæðið. „Heimurinn minn kollvarpaðist.“

Annabelle gafst þó ekki upp. Hún lagði mikið á sig við endurhæfingu og aðlagaðist því notast við hjólastól. Hún var útskrifuð af sjúkrahúsi í febrúar 2008 og flutti þá ásamt eiginmanni sínum í herbergi sem hafði verið útbúið fyrir þau í bílskúr foreldra hennar.

Rétt áður en hún útskrifaðist hafði sjón hennar skánað töluvert. Fyrst fór hún að sjá grátt og svo óskýrar útlínur.

Hún hafði þó þyngst hratt þar sem hún var að taka inn stera. Hún tilkynnti manninum sínum að hún myndi skilja það ef þessi gífurlega breyting á hennar högum væri ekki það sem hann hefði skrifað undir þegar hann giftist henni.

„Ég sagði honum að ef hann vildi ekki halda áfram að vera með mér myndi ég ekki erfa það við hann. En hann brosti og sagði – ég er ekki að fara neitt. Ég fór aftur að vinna í hlutastarfi og neitaði að láta hjólastólinn minn verða að einhverju fangelsi.“

 

Með jákvæðnina að vopni

Annabelle hefur tekist á við nýja líf sitt með jákvæðni og þrautseigju að vopni. Hún lærði að lifa lífinu í samræmi við nýjar áskoranir og vann hörðum höndum að því að verða aftur sjálfstæð. Hún þakkar líka góðu baklandi sínu fyrir að hafa verið stoð hennar og stytta í gegnum þetta ferðalag.

Það var þó ekki fyrr en tveimur árum síðar sem hún fékk svör um hvað amaði að henni. Á daginn kom að hún er með sjaldgæfan sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast neuromyelitis optica. Ekki væri ljóst hvað hefði valdið því eða hvort hún gæti átt von á að ná bata.

Hún segir að greiningin hafi litlu breytt fyrir hana því svo langt var um liðið að hún hafði náð að aðlagast nýju lífi töluvert vel. Best þótti henni þó að losna við sterana árið 2011.

Annabelle, líkt og áður segir, hafði þyngst vegna steranna, og ákvað að finna leiðir til að verða aftur jafn virk og hún hafði verið fyrir veikindin. Hún fór að stunda yogaHIIT-æfingar, styrktaræfingar og fleira til að styrkja sig og lætur ekki hjólastólinn stoppa sig.

Hún og eiginmaður hennar hafa einnig verið dugleg að ferðast og meðal annars heimsótt Japan, Hong Kong, Ástralíu og Jamaica.

„Ég var ákveðin i því að halda áfram að ferðast og neitaði að láta nýju aðstæður mínar stöðva mig. Þetta var þó öðruvísi þar sem ég þurfti að treysta á aðra með allt. Til dæmis að komast inn og út úr flugvélinni, komast í sætið mitt og svo að sitja í einni stellingu í átta klukkustundir. Og sum hótel auglýsa að þau séu með gott aðgengi, en raunin er ekki alltaf sú. Á Jamaica þurfti að aðstoða mig inn í sturtuna á hverjum degi og það var enga aðstoð að fá við sundlaugina svo það þurfti að lyfta mér ofan í og upp úr. En ég var ákveðin og leit á þetta sem lið í því að aðlagast þessum breytingum svo nú höfum við ferðast út um allan heim.“

Í janúar árið 2020 sagði Annabelle starfi sínu lausu til að helga sig því að hvetja og styðja aðra sem ganga í gegnum álíka breytingar á sínum högum og til að valdefla fólk til að lifa lífinu þrátt fyrir áskoranir. Hún heldur úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir hvetjandi færslum.

„Þetta er hryllilegur sjúkdómur og þó hann sé litið þekktur þá eru svo margir að glíma við hann út um allan heim. Ég vil að fólk trúi á sjálft sig og að það skilji að þó að það komi slæmir dagar, lærið af þeim og vaxið til að vera besta útgáfan af ykkur sjálfum. Lykillinn er að vera jákvæður og ákveðinn og halda áfram. Ég mun ekki láta hjólastólinn stöðva mig og þið ættuð ekki heldur að gera það.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife