fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Hryllingsverk á tjaldstæði

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 07:04

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 6.30 á föstudaginn var lögreglunni í Iowa tilkynnt um skothríð á tjaldsvæðinu Maquoketa Caves State Park. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir þrjár manneskjur, sem höfðu verið skotnar til bana, í tjaldi.

Þetta voru Tyler Schmidt, 42 ára, Sarah Schmidt, 42 ára eiginkona hans, og dóttir þeirra, Lula Schmidt sem var 6 ára. Þau voru frá Cedar Falls í Iowa.

Lögreglan veit ekki enn með vissu af hverju þau voru myrt en telur að tilviljun hafi ráðið því að þau urðu fórnarlömb morðingjans. Talið er að 23 ára karlmaður frá Nevada hafi myrt þau en hann fannst látinn í skóglendi ekki langt frá tjaldi fjölskyldunnar. Talið er að hann hafi svipt sig lífi.

Rob Green, bæjarstjóri í Cedar Falls, skrifaði á Facebook að níu ára sonur hjónanna hefði lifað árásina af. „Níu ára sonur þeirra, Arlo, lifði árásina af og er nú á öruggum stað,“ skrifaði Green að sögn De Moines Register.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife