fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Vekur mikla athygli – Milljón árum eldri en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 15:00

Endurgerðar höfuðkúpur Australopithecus. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa vakið mikla athygli. Samkvæmt þeim þá eru steingervingar frá „Vöggu mannkynsins“ einni milljón ára eldri en áður var talið.

Elstu mannvistarleifarnar, sem hafa fundist, eru því enn eldri en áður var talið. Talið var að þær væru rúmlega tveggja milljóna ára gamlar en samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru þær rúmlega þriggja milljóna ára gamlar. Þetta eru steingervingar úr Sterkfontainhellunum í Suður-Afríku en þeir hafa verið kallaðir „Vagga mannkynsins“.

The Guardian skýrir frá þessu.

Það var árið 1947 sem fornleifafræðingar fundu leifar af beinagrind af forföður homo sapiensAustralopithecus, í helli nærri Jóhannesarborg. Beinagrindin fékk nafnið „Frú Ples“.

Í fyrstu var talið að beinagrindin væri 2,1 til 2,6 milljóna ára gömul. En Laurent Bruxelles, einn höfunda nýju rannsóknarinnar, segir að beinagreindin sé að minnsta kosti einni milljón ára eldri. Hann sagði ótrúlegt að sjá beinagrind í svona góðu standi eftir svona langan tíma.

Það var fundur annarrar, næstum því fullkominnar Australopithecusbeinagrindar í Sterkfontain 1994 sem kom vísindamönnunum á sporið. Sú hefur verið nefnd „Litli-fótur“.

Þetta er heillegasta og stærsta forsögulega beinagrindin sem fundist hefur til þessa. Talið er að hún sé 3,7 milljóna ára gömul. Á þeim grunni töldu vísindamenn litlar líkur á að „Frú Ples“ væri svona miklu yngri. Af þeim sökum var gerð ný aldursgreining á „Frú Ples“ og leiddi hún í ljós að beinagrindurnar voru mun nær hvor annarri í aldri en áður var talið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið