Ef þú hellir upp á mjög sterkt te, svart te, þar sem þú notar þrjá tepoka þá færðu blöndu sem er að sögn mjög góð til að þrífa baðherbergisspegilinn. Helltu vökvanum í úðabrúsa og úðaðu á spegilinn og þurrkaðu hann síðan með dagblaði. Það ætti að duga til að gera spegilinn tandurhreinan.
Það er aldrei gaman að þrífa baðkarið en ef þú notar edik og fljótandi sápu ætti það að vera auðveldara en ella. Notaðu uppþvottabursta til að skrúbba baðkarið með þessari blöndu og það ætti að verða hreinna.
Vatnsblettir geta verið ansi sýnilegir á ýmsum flötum inni á baðherbergi en ef þú nuddar þá með sítrónu þá ættu þeir að hverfa strax.
Tannburstaglasið verður oft ansi óhreint en til að hreinsa það sem best er best að stinga því bara í uppþvottavélina!
Þegar kemur að því að þrífa sjálft klósettið er gott að nota edik. Helltu slatta í það og skrúbbaðu það síðan eftir nokkrar mínútur. Það ætti að líta mun betur út að þessu loknu.