fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Svona er hægt að gera kraftaverk inni á baðherbergi – Tepokar og sítrónur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að því að þrífa er ekki endilega nauðsynlegt að nota sérstök þrifaefni sem eru gerð úr hinum ýmsu tilbúnu efnum. Það er stundum hægt að nota náttúrulegar afurðir sem sumir eiga heima hjá sér. Þar á meðal eru sítrónur og tepokar.

Ef þú hellir upp á mjög sterkt te, svart te, þar sem þú notar þrjá tepoka þá færðu blöndu sem er að sögn mjög góð til að þrífa baðherbergisspegilinn. Helltu vökvanum í úðabrúsa og úðaðu á spegilinn og þurrkaðu hann síðan með dagblaði. Það ætti að duga til að gera spegilinn tandurhreinan.

Það er aldrei gaman að þrífa baðkarið  en ef þú notar edik og fljótandi sápu ætti það að vera auðveldara en ella. Notaðu uppþvottabursta til að skrúbba baðkarið með þessari blöndu og það ætti að verða hreinna.

Vatnsblettir geta verið ansi sýnilegir á ýmsum flötum inni á baðherbergi en ef þú nuddar þá með sítrónu þá ættu þeir að hverfa strax.

Tannburstaglasið verður oft ansi óhreint en til að hreinsa það sem best er best að stinga því bara í uppþvottavélina!

Þegar kemur að því að þrífa sjálft klósettið er gott að nota edik. Helltu slatta í það og skrúbbaðu það síðan eftir nokkrar mínútur. Það ætti að líta mun betur út að þessu loknu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni