Kaffifilterar hafa ekki breyst árum eða áratugum saman sem er eiginlega bara ótrúlegt miðað við að þeir passa eiginlega aldrei í kaffivélarnar. Eða hvað?
En hvort sem þú trúir því eður ei, þá passa þeir fullkomlega í kaffivélarnar. Það erum bara við uppáhellararnir sem notum þá á rangan hátt.
Á öllum kaffifilterum eru botninn og önnur hliðin riffluð og það er ekki að ástæðulausu. Þá á nefnilega að brjóta riffluðu hliðarnar inn. Ef það er gert þá passar kaffifilterinn í kaffivélina og verður sterkari.
Það er því ekkert annað að gera en brjóta botninn og hliðina inn og filterinn er klár fyrir vélina og ekkert stendur upp fyrir toppinn á vélinni.