Vísindamenn leystu nýlega þessa ráðgátu. Fundur sex milljóna ára gamalla steingervinga af bjarndýrum í suðvesturhluta Yunnanhéraðsins í Kína varpa ljósi á hvernig loppur pandabjarna hafa breyst í gegnum tíðina og af hverju þeir eru með auka „fingurlið“ sem ekki er hjá öðrum tegundum bjarndýra. Þessi auka fingurliður hjálpar þeim að halda utan um bambus sem er fæða þeirra.
Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og segir að samkvæmt því sem Wang Xiaoming, hjá Natural History Museum í Los Angeles, segir þá sýni þessi fundni falski þumalfingur í fyrsta sinn tímasetninguna og þróunarstigin í tengslum við að pandabirnir byrjuðu að éta bambus.
Steingervingurinn er með lengri þumalfingur en pandabirnir nútímans en á móti er hann með kló, sem vísar inn á við. Þessi falski þumalfingur hefur með tímanum þróast yfir í að geta „staðið undir töluverðri líkamsþyngd“.