fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Bíræfnir vínþjófar handteknir – Stálu víni fyrir 225 milljónir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 22:30

Hún var að dreypa á rauðvíni þegar hryllingurinn hófst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir níu mánaða rannsókn og eltingarleik tókst lögreglunni nýlega að handtaka bíræfna vínþjófa sem eru grunaðir um að hafa stolið 45 vínflöskum að verðmæti sem svarar til um 225 milljóna íslenskra króna.

Vínþjófarnir, karl og kona, stálu víninu af veitingastaðnum og hótelinu Atrio í Cáceres á Spáni. Um dýrt franskt vín var að ræða, þar á meðal flösku af Château D‘Yguem frá 1806.

The Guardian segir að samkvæmt því sem segi í tilkynningu frá spænsku lögreglunni hafi þjófnaðurinn verið vandlega skipulagður. Parið hafi skráð sig inn á hótelið og hafi konan framvísað fölsuðum svissneskum skilríkjum. Þau hafi síðan snætt kvöldverð á veitingastað hótelsins og farið í skoðunarferð um frægan vínkjallara veitingastaðarins.

Eftir það hafi þau farið inn í herbergið sitt en maðurinn hafi fljótlega farið aftur í vínkjallarann. Hann hafi notað lykil, sem hafði verið útbúin áður, til að komast inn í kjallarann. Þaðan kom hann út með þrjá stóra bakpoka, einn á bakinu og hina í höndunum. Í þeim voru vínflöskurnar vafðar inn í handklæði. Á meðan maðurinn gerði þetta dró konan athygli starfsfólks að sér með því að biðja um mat þrátt fyrir að eldhúsið væri lokað. Fólkið yfirgaf hótelið síðan klukkan 05.30 næsta morgun.

Eftir níu mánaða rannsóknarvinnu og eltingarleik við parið tókst lögreglunni að hafa uppi á þeim og handtaka á landamærum Svartfjallalands og Króatíu. Um samvinnuverkefni nokkurra lögregluliða var að ræða og einnig komu Alþjóðalögreglan Interpol og Evrópulögreglan Europol að málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi