fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

14 fermetra íbúð seldist á 44 milljónir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 10:00

Frá Osló. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víðar en hér á landi sem fasteignamarkaðurinn er sjóðheitur. Það á til dæmis við í Osló og eitt besta dæmið um stöðuna á markaðnum þar er að fyrir nokkrum dögum seldist 14 fermetra íbúð í Homansbyen á Majorstuen á sem svarar til 44 milljóna íslenskra króna.

E24 skýrir frá þessu. Fram kemur að ásett verð hafi verið rétt rúmlega 41 milljón. Opið hús var á sunnudaginn og lagði kaupandinn þá fram tilboð upp á 44 milljónir sem seljandinn samþykkti strax að sögn fasteignasalans.

Anders Wekre, fasteignasali hjá EIE, sá um söluna og sagði hann í samtali við E24 að árið hafi verið sérstakt hvað varðar framboð af eignum til sölu í Osló. Verð hafi hækkað og það sé erfiðara en nokkru sinni áður að komast inn á markaðinn. Mjög lítið framboð sé af litlum íbúðum og verðið á þeim hafi hækkað mikið.

Þegar þessi íbúð var sett á sölu voru aðeins 275 íbúðir til sölu í allri Osló og sagði Wekre að hann hafi aldrei upplifað að svo fáar íbúðir væru á sölu á þeim tólf árum sem hann hefur starfað sem fasteignasali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi