E24 skýrir frá þessu. Fram kemur að ásett verð hafi verið rétt rúmlega 41 milljón. Opið hús var á sunnudaginn og lagði kaupandinn þá fram tilboð upp á 44 milljónir sem seljandinn samþykkti strax að sögn fasteignasalans.
Anders Wekre, fasteignasali hjá EIE, sá um söluna og sagði hann í samtali við E24 að árið hafi verið sérstakt hvað varðar framboð af eignum til sölu í Osló. Verð hafi hækkað og það sé erfiðara en nokkru sinni áður að komast inn á markaðinn. Mjög lítið framboð sé af litlum íbúðum og verðið á þeim hafi hækkað mikið.
Þegar þessi íbúð var sett á sölu voru aðeins 275 íbúðir til sölu í allri Osló og sagði Wekre að hann hafi aldrei upplifað að svo fáar íbúðir væru á sölu á þeim tólf árum sem hann hefur starfað sem fasteignasali.