fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Kastaði upp mánuðum saman eftir að hafa tekið tæplega 400 faldan skammt af D-vítamíni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. júlí 2022 18:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknar hafa sent frá sér aðvörun um að það sé ekki aðeins mögulegt að innbyrða of mikið af D-vítamíni, það sé einnig stórhættulegt. Þeir vísa til máls manns sem var lagður inn á breskt sjúkrahús eftir að hann hafði innbyrt tæplega 400 faldan ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn.

Science Alert skýrir frá þess og bendir á að rannsóknir hafi bent til að það sé gott fyrir heilsuna að taka nóg af D-vítamíni og þá sérstaklega í tengslum við heimsfaraldurinn. Raunveruleikinn sé sá að tilfellum ofneyslu á D-vítamíni fari fjölgandi og það sé eitthvað sem eigi ekki að taka af neinni léttúð.

Í niðurstöðum nýju rannsóknarinnar skýra læknar frá því að miðaldra karlmaður hafi verið lagður inn á breskt sjúkrahús eftir að hann hafði leitað til læknis vegna sífelldra uppkasta, svima, krampa í fótum, hljóms fyrir eyrum, kviðverkja, munnþurrks, þorsta og niðurgangs. Þessi einkenni höfðu varða í tæplega þrjá mánuði og hafði maðurinn lést um tæplega 13 kg á þeim tíma.

Einkennin gerðu fyrst vart við sig um mánuði eftir að hann hafði byrjað að innbyrða mikið magn af vítamínum samkvæmt ráðleggingum næringarþerapista.

Hann hafði leitað til þerapistans vegna fjölda heilsufarsvandamála sem hann hafði glímt við, þar á meðal berkla, vökvasöfnun í heila, heilahimnubólgu og æxli í innra eyra. Samkvæmt ráðleggingum næringarþerapistans tók hann rúmlega 20 tegundir af vítamínum. Þar á meðal tæplega 400 faldan daglegan skammt af D-Vítamíni.

Hann hætti að taka þessi vítamín þegar einkennin gerðu vart við sig en þau héldu áfram.

Blóðsýni sýndu að maðurinn var með mjög mikið magn kalsíums í blóði en það er vel þekkt einkenni ofneyslu á D-vítamíni. Magnesíum var aðeins meira en átti að vera og D-vítamín magnið var sjöfalt meira en ráðlagt var. Nýru hans störfuðu ekki eðlilega.

Maðurinn var lagður inn á sjúkrahús í átta daga og fékk meðferð sem miðaði að því að tappa vökva af honum og einnig voru honum gefin lyf til að minnka magn kalsíums í blóðinu.

Tveimur mánuðum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu var magn D-vítamíns í líkama hans enn mjög mikið.

Læknarnir benda á að það sé yfirleitt hægt að fá nóg af D-vítamíni með því að borða fjölbreyttan mat og einnig frá sólargeislum.

Rannsóknin hefur verið birt í BMJ Case Reports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út