Það sem þarf er: Álpappír, kaffikorgur (sem þarf að vera skraufþurr), eldspýtur og eldfast mót.
Það á að þekja eldfasta mótið með álpappírnum. Síðan er lítil hrúga af kaffikorgi sett í álpappírinn og kveikt í henni með eldspýtu.
Kaffikorgurinn mun nú „krauma“ og frá honum leggur reyk sem geitungar eru alls ekki hrifnir af og ættu því ekki að láta sjá sig.
Það er mikilvægt að kaffikorgurinn sé skraufþurr því annars getur verið mjög erfitt að kveikja í honum. Ef þú átt ekki skraufþurran kaffikorg, bara blautan eða rakan, þá er hægt að dreifa honum í þunnt lag í ofnskúffu og setja í ofninn í smá stund. Þá þornar hann.