fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Ótrúleg hetjudáð pitsusendils – Bjargaði fimm börnum úr brennandi húsi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 08:04

Nicholas Bostic. Myndir:LAFAYETTE POLICE DEPARTMENT; LINDSEY NICHOLE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudag í síðustu viku vann Nicholas Bostic, 25 ára pitsusendill í Lafayette í Indiana í Bandaríkjunum, ótrúlega hetjudáð þegar hann bjargaði fimm börnum út úr brennandi húsi.

Samkvæmt því sem segir í umfjöllun People þá kom Bostic að brennandi húsi um miðnæturbil. Hann náði að vekja fjögur börn og koma þeim út úr húsinu. Þau eru á aldrinum 1 til 18 ára.

Börnin sögðu honum að hugsanlega væri 6 ára barn enn inni í húsinu. Hann hikaði ekki og hljóp inn í brennandi húsið. Hann setti peysuna sína fyrir vit sér og hljóp upp á efri hæðina. Hann fann ekki barnið þar en heyrði síðan barnsgrát berast frá neðri hæðinni. Hann hljóp því niður og fann barnið þar.

Þá var reykurinn orðinn svo þykkur og mikill að hann fann ekki útidyrnar. Hann fór því upp aftur, braut rúðu og hoppaði út með barnið í fanginu.

Hluti af þessari hetjudáð hans náðist á upptöku búkmyndavéla lögreglumanna sem voru komnir á vettvang. Á upptökunum sést Bostic koma út með síðasta barnið detta niður og fá síðan aðhlynningu. En þrátt fyrir eiginn kvalir hafði hann mestar áhyggjur af börnunum.

Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans og hann fékk meðferð vegna reykeitrunar.

Bæði bæjarstjórinn og lögreglan hafa þakkað honum fyrir hetjudáðina og efnt verður til sérstakrar athafnar þar sem hann verður hylltur. Einnig söfnun hafin á GoFundMe til að aðstoða hann við að greiða sjúkrahúskostnaðinn sem er nú þegar kominn í sem nemur rúmlega 20 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni