fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ólánið hefur elt fjölskylduna síðasta árið og hefur hún misst allt sitt – „Hvað er næst? Kannski jarðskjálfti?“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 06:59

Frá hamfarasvæðinu í Gironde. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum haft á orði að sjaldan sé ein báran stök og það getur þýska Kreide-fjölskyldan tekið undir. Aðfaranótt 13. júlí vaknaði fjölskyldan við mikinn hávaða á tjaldsvæði í Gironde í Frakklandi. Þá voru gestir á harðahlaupum við að yfirgefa tjaldsvæðið vegna skógarelds sem nálgaðist hratt.

Fjölskyldan áttaði sig sig fljótlega á að tveimur klukkustundum áður var byrjað að rýma tjaldsvæðið en enginn hafði látið fjölskylduna vita af því en hún hélt til að afskekktasta hluta þessa. Kvöldið áður höfðu starfsmenn tjaldsvæðisins fullvissað fjölskylduna um að ekki stæði til að rýma svæðið.

En nú var komið að því og fjölskyldan varð hafa hraðar hendur. „Við náðum að henda nokkrum hlutum inn í bílinn og fórum síðan af stað eins fljótt og við gátum. Við skildum hjólhýsið, tjöldin, reiðhjólin og persónulega muni eftir,“ sagði Christian Kreide í samtali við France24.

Nokkrum dögum síðar var fyrirhugað að hleypa fólki inn á tjaldsvæðið til að það gæti sótt eigur sínar. En á síðustu stundu varð að hætta við það vegna þess að vindáttin breyttist. Úr fjarlægð fylgdist Kreide-fjölskyldan með því þegar eldurinn fór yfir tjaldsvæðið. „Við misstum allt,“ sagði Christian Kreide.

Þetta var að vonum mikið áfall fyrir fjölskylduna og ekki dró það úr áfallinu að fyrir ári síðan urðu þau einnig fyrir barðinu á miklum náttúruhamförum.

Þau búa í Rheinbach nærri Bonn. Síðasta ár var fjórða árið í röð sem fjölskyldan fór í sumarfrí til Gironde, sem er í suðvesturhluta Frakklands. Þar voru þau þegar mikil flóð skullu á mörgum Evrópuríkjum. Þýskaland fór sérstaklega illa út úr þeim. Að minnsta kosti 196 manns létust þar í landi og eignatjónið var gríðarlegt. „Við fengum upplýsingar um að húsið okkar í Rheinbach hefði orðið fyrir barðinu á flóðinu svo við urðum að fara heim úr sumarfríinu,“ sagði Ruth Kreide í samtali við France24.

Frá hamfarasvæðinu í Schuld í Þýskalandi síðasta sumar. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Þegar heim var komið sá fjölskyldan að mikið tjón hafði orðið á húsinu og nú ári síðar er enn verið að gera við það.

Húsið skemmdist þann 13. júlí, nákvæmlega einu ári áður en þau urðu að yfirgefa tjaldsvæðið.

„Ég man að við róuðum okkur sjálf með að hugsa að nú væru allar mikilvægustu eigur okkar með okkur í hjólhýsinu,“ sagði Ruth Kreide.

En nú er ekkert eftir nema lítil hrúga af bráðnuðum hlutum.

Fjölskyldan veit ekki enn hvort hún snúi nokkru sinni aftur til Gironde en eins og gefur að skilja hefur þessi lífsreynsla gengið nærri henni. Fyrst var það vatn sem eyðilagði húsið þeirra og sumarfríið og nú var það eldur sem eyðilagði sumarfríið. „Ég vildi gjarnan vita hvað það verður á næsta ári. Kannski jarðskjálfti?“ sagði Christian Kreide.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú