Fjölskyldan áttaði sig sig fljótlega á að tveimur klukkustundum áður var byrjað að rýma tjaldsvæðið en enginn hafði látið fjölskylduna vita af því en hún hélt til að afskekktasta hluta þessa. Kvöldið áður höfðu starfsmenn tjaldsvæðisins fullvissað fjölskylduna um að ekki stæði til að rýma svæðið.
En nú var komið að því og fjölskyldan varð hafa hraðar hendur. „Við náðum að henda nokkrum hlutum inn í bílinn og fórum síðan af stað eins fljótt og við gátum. Við skildum hjólhýsið, tjöldin, reiðhjólin og persónulega muni eftir,“ sagði Christian Kreide í samtali við France24.
Nokkrum dögum síðar var fyrirhugað að hleypa fólki inn á tjaldsvæðið til að það gæti sótt eigur sínar. En á síðustu stundu varð að hætta við það vegna þess að vindáttin breyttist. Úr fjarlægð fylgdist Kreide-fjölskyldan með því þegar eldurinn fór yfir tjaldsvæðið. „Við misstum allt,“ sagði Christian Kreide.
Þetta var að vonum mikið áfall fyrir fjölskylduna og ekki dró það úr áfallinu að fyrir ári síðan urðu þau einnig fyrir barðinu á miklum náttúruhamförum.
Þau búa í Rheinbach nærri Bonn. Síðasta ár var fjórða árið í röð sem fjölskyldan fór í sumarfrí til Gironde, sem er í suðvesturhluta Frakklands. Þar voru þau þegar mikil flóð skullu á mörgum Evrópuríkjum. Þýskaland fór sérstaklega illa út úr þeim. Að minnsta kosti 196 manns létust þar í landi og eignatjónið var gríðarlegt. „Við fengum upplýsingar um að húsið okkar í Rheinbach hefði orðið fyrir barðinu á flóðinu svo við urðum að fara heim úr sumarfríinu,“ sagði Ruth Kreide í samtali við France24.
Þegar heim var komið sá fjölskyldan að mikið tjón hafði orðið á húsinu og nú ári síðar er enn verið að gera við það.
Húsið skemmdist þann 13. júlí, nákvæmlega einu ári áður en þau urðu að yfirgefa tjaldsvæðið.
„Ég man að við róuðum okkur sjálf með að hugsa að nú væru allar mikilvægustu eigur okkar með okkur í hjólhýsinu,“ sagði Ruth Kreide.
En nú er ekkert eftir nema lítil hrúga af bráðnuðum hlutum.
Fjölskyldan veit ekki enn hvort hún snúi nokkru sinni aftur til Gironde en eins og gefur að skilja hefur þessi lífsreynsla gengið nærri henni. Fyrst var það vatn sem eyðilagði húsið þeirra og sumarfríið og nú var það eldur sem eyðilagði sumarfríið. „Ég vildi gjarnan vita hvað það verður á næsta ári. Kannski jarðskjálfti?“ sagði Christian Kreide.