Hann var settur í myndatöku og þá kom ástæðan fyrir magaverkjunum og stíflunum í ljós. Skýrt er frá málinu í Clinical Case Reports Journal. Þar segja læknar frá Imam Khomeini sjúkrahúsinu í Sari í Íran frá því að 19 cm löng vatnsflaska hafi setið föst í endaþarmi mannsins.
Flöskunni hafði verið stungið inn með botninn á undan og hafði maðurinn reiknað með að geta notað flöskuhálsinn sem einhverskonar handfang til að ná flöskunni út aftur. En flaskan fór óvart svo langt inn að hann gat ekki náð henni sjálfur út.
Hann sagðist ekki hafa þorað að segja eiginkonu sinni frá þessu því hann hafi „skammast sín“ og „verið hræddur við hana“.
Læknum tókst að ná flöskunni út úr endaþarmi mannsins án þess að hann biði skaða af.
Þremur dögum síðar var hann útskrifaður af sjúkrahúsinu og vísað til sálfræðings.
Læknarnir skýra ekki frá því í greininni af hverju maðurinn stakk flöskunni upp í endaþarminn en segja að hlutum sé stundum stungið upp í endaþarminn til að fá kynferðislega fullnægingu.
Einnig segja þeir frá því að hlutir á borð við ljósaperur, lögreglukylfur, úðabrúsa og steikarpinna hafi fundist í endaþörmum fólks um allan heim. Aðallega hjá karlmönnum á aldrinum 30 til 40 ára.