fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Pressan

Lugu lyfjaframleiðendur? – Ný rannsókn sögð kollvarpa útbreiddri trú um virkni þunglyndislyfja

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurlegur fjöldi fólks tekur inn þunglyndislyf og hefur lyfjagjöfin gjarnan verið réttlæt með þeim rökum að þunglyndi stafi af ójafnvægi á boðefnum í heilanum.

Ný rannsókn sem birtist í gær bendir þó til þess að sú réttlæting eigi ekki við rök að styðjast og sé í raun mýta. DailyMail greinir frá niðurstöðun rannsóknarinnar og ræddi við rannsakendur.

Mýtan sköpuð til að selja lyf

Mýtan hafi orðið til fyrir rúmum 35 árum síðan og það hafi verið lyfjafyrirtæki sem komu henni á flug til að réttlæta sölu á lyfjum sem þeir framleiða. Rannsakendur frá Bretlandi, Ítalíu og Sviss fóru yfir niðurstöður rúmlega 260 rannsókna sem náðu til 300 þúsund sjúklinga og birtu svo niðurstöður þessarar könnunar sinnar í tímaritinu Molecular Psychiatry.

„Árum saman hefur fólki verið sagt að þunglyndi stafi af boðefna ójafnvægi í heilanum vegna skorts á boðefninu serótínín,“ segir prófessorinn Joanna Moncrieff sem starfar við háskólann í London og fór fyrir rannsókninni.

„Við getum sagt fyrir vissu að eftir ítarlegar rannsóknir í gegnum nokkra áratugi, að það eru engar sannanir fyrir því að þunglyndi stafi af óvenjulegum skorti af serótóníni.“

Niðurstöður rannsóknarinnar eru taldar vera nokkuð sláandi, einkum þegar kemur að notkun þunglyndislyfja í flokknum SSRI.

Læknirinn Mark Horowiz sem einnig kom að rannsókninni segir að sagan um boðefnajafnvægi og þunglyndi hafi notið vinsælda þar sem henni hafi verið haldið fram af lyfjafyrirtækjum þegar þau voru að koma nýjum þunglyndislyfjum sínum í dreifingu, enda sé sala á þunglyndislyfjum gífurlega arðbær fyrir fyrirtækin.

Þessi kenning hafi þó verið umeild undanfarin ár. Það sé of mikil einföldun að tala um að þunglyndislyf séu að leiðrétta eitthvað ójafnvægi í heilanum.

Engu að síður sé enn verið að kenna læknanemum þessa mýtu.

Tími til að viðurkenna að kenningin heldur ekki vatni

Moncrieff segir að hingað til hafi enginn tekið öll gögn saman og skoðað þau heildstætt.

„Nú höfum  hins vegar gert það og þar með staðfest að það eru engin sannfærandi sönnunargögn fyrir því að serótónín tengist þunglyndi, hvað þá að of lítið magn serótónín valdi þunglyndi. Við leggjum það til að nú sé tími kominn til að viðurkenna að kenningin um serótóníni heldur ekki vatni.“

Í rannsókninni er því haldið fram að þunglyndislyf virki einkum því fólk trúi því að þau geri það. „Sú ályktun er oft regin að áhrif þunglyndislyfja sýni að þunglyndi hljóti að einhverju leyti að stafa af efnafræðilegu ójafnvægi í heila og að virkni SSRI-lyfja sýni að serótónín komi við sögu. Aðrar skýringar á áhrifum þunglyndislyfja hafa verið lagðar fram, svo sem að um ýkt lyfleysuáhrif sé að ræða.“

Jafnvel þó að lyfin valdi lyfleysuáhrif og virki með þeim hætti þá hafi þau óæskilegar aukaverkanir á borð við að fólk missi kynhvöt og finni fyrir tilfinningalegri deyfð. Sumir upplifi einnig fráhvarf er þeir hætta inntöku lyfjanna.

Horowitch sagði í samtali við DailyMail að honum hafi verið kennt að þunglyndi stafi af skorti af serótíníni í læknisnámi hans og hann hafi jafnvel kennt sínum eigin nemendum það sama.

„Það er eins og öllu sem ég taldi mig vita hafi verið kollvarpað.“

Moncrieff segir: „Við skiljum ekki hvað þunglyndislyf gera við heilann, og með því að gefa fólki rangar upplýsingar þá geta þau ekki tekið upplýsta ákvörðun um hvort þau taki lyfin eða ekki.“

Samkvæmt rannsókninni sé líklegra að þunglyndi stafi af sökum á borð við atvik, áföll og lífi einstaklinga. Það að sjúklingar trúi því að þunglyndi þeirra sé vegna ójafnvægis boðefna geti valdið því að þeir hafi litla trú á því að þeir geti náð bata.

Samtök geðlækna í Bretlandi hafa þó lýst því yfir að þunglyndislyf virki og enn sé mælt með þeim til að meðhöndla þunglyndi. Ekki sé mælt með því að fólk hætti inntöku þeirra vegna þessarar rannsóknar án þess að ráðfæra sig við lækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“

„Þetta snýst ekki um sentimetra fyrir okkur konurnar. Það gerir það bara fyrir karlana“
Pressan
Fyrir 4 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina