Sky News segir að embættismenn hafi varað fólk við að hafa glugga opna. Fyrstu árásirnar áttu sér stað 8. júlí og síðan hefur apinn látið á sér kræla öðru hvoru.
Yfirvöld hafa dreift flugritum til að vara fólk við dýrinu og til að hvetja það til að vera á varðbergi.
Lögreglan leggur að sögn mikla vinnu í að ná apanum og hefur sett upp gildrur.
Alvarlegasta árásin var þegar apinn komst inn á heimili og klóraði kornabarn illa. Móðir barnsins sagðist hafa verið að ryksuga þegar hún heyrði barnið gráta. Hún hafi þá snúið sér við og séð apann halda um fætur barnsins sem var á gólfinu. „Það leit út eins og hann væri að reyna að draga það út,“ sagði hún.
Apinn er sagður vera 40-50 cm á hæð.