Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í dag að landfræðileg markmið „sérstöku hernaðaraðgerðar“ Pútíns í Úkraínu væru ekki bundin við Donbas-svæðið heldur fælust fleiri landsvæði í henni. Þessu greinir einn ríkismiðill Rússlands, RIA Novosti, frá.
Lavrov bætti við að markmið Rússa muni ganga enn lengra ef vesturlönd færa Rússum langdræg vopn. Þegar Rússland réðist inn í Úkraínu þann 24. febrúar, þvertók Vladímír Pútín fyrir það að Rússar ætluðu sér að hernema Úkraínu. Hann sagði að markmið sín væru að afhervæða og afnasistavæða landið. Þessari yfirlýsingu tóku fáir í alþjóðasamfélaginu alvarlega.
Eftir að hafa hörfað frá Kænugarði sagði varnarmálaráðuneyti Rússlands þann 25. mars að fyrsta áfanga hernaðaraðgerðarinnar hafi lokið og að nú myndi herlið Rússa einbeita sér að því að „ná aðalmarkinu, frelsun Donbas.“
Nú fjórum mánuðum síðar hefur herinn náð valdi á Luhansk, einni tveggja héraða sem mynda Donbas, en er enn langt frá því að ná öllu Donetsk-héraði. Hins vegar, hafa Rússar hernumið landsvæði langt umfram það sem þeir ætluðu sér.