fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Vaknaði eftir að hafa legið í dái í tvö ár – Skýrði frá hver reyndi að drepa hana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 22:00

Wanda Palmer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum vaknaði Wanda Palmer, 51 árs, eftir að hafa verið í dái í tvö ár. Fljótlega eftir að hún vaknaði ræddi hún við lögregluna og skýrði frá hver réðst á hana fyrir tveimur árum.

Lögreglan fann hana á heimili hennar nærri Cottageville í Vestur-Virginíu í júní 2020. Ljóst var að ráðist hafði verið á hana, hún höggvin með sveðju eða öxi og skilin eftir til að deyja. CNN skýrir frá þessu.

Lögreglumenn töldu í fyrstu að hún væri dáin en áttuðu sig síðan á að hún andaði og var því enn á lífi. Árásarvopnið hefur ekki fundist.

Lögreglan segir að Palmer hafi sagt að bróðir hennar hafi ráðist á hana og veitt henni áverkana sem urðu til þess að hún lá í dái í tvö ár.

Vitni sagði hafa séð bróður Palmer, Daniel, við heimili hennar um miðnæturbil kvöldið áður en hún fannst helsærð. Lögreglan segir að ekkert annað hafi komið fram við rannsókn málsins sem gat gefið vísbendingu um hver hafi verið að verki. Engin símagögn, upptökur úr eftirlitsmyndavélum eða sjónarvottar hafi verið til staðar.

Lögreglan rannsakaði málið og hafði nokkra aðila í sigtinu en kærði enga.

Fyrir nokkrum vikum var henni tilkynnt að Palmer væri komin til meðvitundar og að hún vildi ræða við lögregluna. Hún gat í sjálfu sér ekki tjáð sig sjálf en hún gat svarað spurningum með já eða nei. Framburður hennar dugði til að lögreglan gat handtekið Daniel og kært fyrir morðtilraun og lífshættulega líkamsárás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð