fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Rússneski arftaki McDonald’s í vanda – Vantar mikilvægan hlut á matseðilinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júlí 2022 08:00

Einn af veitingastöðum Vkusno i Tocha í Rússlandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hafa mörg vestræn fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Meðal þeirra er bandaríska skyndibitakeðjan McDonald‘s. Sem mótsvar við þessu hafa Rússar stofnað ný fyrirtæki sem eiga að koma í stað vestrænu fyrirtækjanna. Það á meðal annars við um McDonald‘s. En nú er hinn rússneski arftaki McDonald´s í vanda, kartöfluvanda.

McDonald‘s tilkynnti í maí að ákvörðun fyrirtækisins frá því í mars um að hætta starfsemi tímabundið í Rússlandi yrði nú varanleg. Ekki leið á löngu þar til samið var um kaup rússneska kaupsýslumannsins Alexander Govor á öllum veitingastöðum McDonald‘s í Rússlandi og nafni þeirra var í kjölfarið breytt í „Vkusno i Tocha“.

Í júní voru fyrstu staðirnir síðan opnaðir undir nýja nafninu að sögn Fortune. En nú er keðjan komin í ákveðin vandræði. Nýja keðjan  hefur lagt mikla áherslu á það frá upphafi að gæði matarins yrðu ekki minni en þegar staðirnir voru í eigu McDonald‘s og jafnvel meiri og að viðskiptavinirnir myndu ekki merkja mikinn mun en nú verða stjórnendurnir að viðurkenna að þeir geta ekki útvegað mikilvægan mat á matseðilinn. Kartöflur.

Oleg Paroev, forstjóri keðjunnar, sagði nýlega í samtali við RBC sjónvarpsstöðina að vegna vel þekktra atburða hafi mörg erlend fyrirtæki, þar á meðal allir stórir framleiðendur franskra kartaflna, neitað að selja Rússum framleiðslu sína.

BBC segir að stjórnendur fyrirtækisins hafi einnig skýrt kartöfluskortinn með lélegri uppskeru í Rússlandi í ár.

Keðjan hefur nú tilkynnt að ekki verði hægt að bjóða upp á kartöflur með hamborgurum fyrr en í haust.

Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig refsiaðgerðir Vesturlanda snerta líf almennings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?