fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Pressan

Vekur mikla lukku – Náðu mynd af fjórum tígrisungum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 07:30

Þetta er myndin sem gleður og vekur vonir. Mynd:WWF

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar ráða sér varla fyrir gleði þessa dagana eftir að mynd náðist af tígrisdýri með fjóra unga í regnskógi í Malasíu.

Myndin náðist á vél sem náttúruverndarsamtökin WWF höfðu sett upp. Tæplega 150 tígrisdýr eru eftir í Malasíu og vekur myndin því vonir um að nú sé að takast að snúa hörmulegri þróun við og tígrisdýrum fari að fjölga.

B.T. hefur eftir Bo Øksnebjerg, aðalritara hjá WWF, að þetta bendi til að markvissar aðgerðir gegn veiðiþjófum og frumstæðum gildrum séu farnar að virka. Tígrisdýrin þurfi að vera örugg og búa í heilbrigðu umhverfi til að þau geti fjölgað sér. Þetta sé því mjög gott merki um að árangur sé að nást í Malasíu við vernd tígrisdýra.

Ekki hefur tekist að snúa þróuninni, hvað varðar fækkun tígrisdýra, við í Malasíu ólíkt því sem gerst hefur í Indlandi og Nepal.

Á sjötta áratug síðustu aldar voru rúmlega 3.000 tígrisdýr í Malasíu en fyrir tveimur árum voru þau tæplega 150. Malasísk yfirvöld sögðu fyrr á árinu að tígrisdýr verði útdauð í landinu innan fimm ára ef ekki tekst að snúa þróuninni við.

WWF og fleiri samtök og aðilar hafa unnið mikið starf til að reyna að bjarga tígrisdýrunum frá útrýmingu og hefur meðal annars tekist að fækka gildrum, sem eru ætlaðar til að veiða þau í, um 94% í regnskógum landsins.

Á heimsvísu lifðu 3.200 tígrisdýr frjáls í náttúrunni 2010 og var fjöldinn þá í sögulegu lágmarki. Þá var ákveðið að reyna að tvöfalda fjöldann fyrir 2020. Það náðist ekki en í dag er talið að um 3.900 tígrisdýr lifi frjáls. Þróunin er því í rétta átt þótt hægt sækist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth

Lögregla kölluð til eftir að óhugnanleg skilaboð sáust á Google Earth
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó

Ferðamannaland fer nýja leið til að takast á við vatnsskort – Fylla sundlaugarnar með sjó
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur

Var sakaður um að hafa fróað sér í strætisvagni – Fær 900.000 krónur í bætur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það að kona neiti að stunda kynlíf er ekki rangt og það er ekki skilnaðarsök segir Mannréttindadómstóllinn

Það að kona neiti að stunda kynlíf er ekki rangt og það er ekki skilnaðarsök segir Mannréttindadómstóllinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Litla lygin sem átti eftir að bjarga lífi hans í helförinni

Litla lygin sem átti eftir að bjarga lífi hans í helförinni