fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vekur mikla lukku – Náðu mynd af fjórum tígrisungum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 07:30

Þetta er myndin sem gleður og vekur vonir. Mynd:WWF

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar og umhverfisverndarsinnar ráða sér varla fyrir gleði þessa dagana eftir að mynd náðist af tígrisdýri með fjóra unga í regnskógi í Malasíu.

Myndin náðist á vél sem náttúruverndarsamtökin WWF höfðu sett upp. Tæplega 150 tígrisdýr eru eftir í Malasíu og vekur myndin því vonir um að nú sé að takast að snúa hörmulegri þróun við og tígrisdýrum fari að fjölga.

B.T. hefur eftir Bo Øksnebjerg, aðalritara hjá WWF, að þetta bendi til að markvissar aðgerðir gegn veiðiþjófum og frumstæðum gildrum séu farnar að virka. Tígrisdýrin þurfi að vera örugg og búa í heilbrigðu umhverfi til að þau geti fjölgað sér. Þetta sé því mjög gott merki um að árangur sé að nást í Malasíu við vernd tígrisdýra.

Ekki hefur tekist að snúa þróuninni, hvað varðar fækkun tígrisdýra, við í Malasíu ólíkt því sem gerst hefur í Indlandi og Nepal.

Á sjötta áratug síðustu aldar voru rúmlega 3.000 tígrisdýr í Malasíu en fyrir tveimur árum voru þau tæplega 150. Malasísk yfirvöld sögðu fyrr á árinu að tígrisdýr verði útdauð í landinu innan fimm ára ef ekki tekst að snúa þróuninni við.

WWF og fleiri samtök og aðilar hafa unnið mikið starf til að reyna að bjarga tígrisdýrunum frá útrýmingu og hefur meðal annars tekist að fækka gildrum, sem eru ætlaðar til að veiða þau í, um 94% í regnskógum landsins.

Á heimsvísu lifðu 3.200 tígrisdýr frjáls í náttúrunni 2010 og var fjöldinn þá í sögulegu lágmarki. Þá var ákveðið að reyna að tvöfalda fjöldann fyrir 2020. Það náðist ekki en í dag er talið að um 3.900 tígrisdýr lifi frjáls. Þróunin er því í rétta átt þótt hægt sækist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga