fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Geymdu kúkinn þinn áður en það verður um seinan

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 22:00

Krúttlegur kúkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér risastóran frysti, gríðarstóran, sem er fullur af kúk. Mannasaur. Þetta hljómar fáránlega en er engu að síður hugmynd sem vísindamenn við Harvard háskólann hafa sett fram á grunni nýrrar rannsóknar. Þeir leggja eiginlega til að stofnaður verði kúkabanki.

Science Alert segir að þeir vilji nota gamla kúkinn þinn til að lækna veikan þig í framtíðinni.

Hugmyndin á bak við þetta er ekki alveg ný af nálinni. Á síðustu árum hafa tilraunir gefið jákvæða niðurstöðu hvað varðar það að nota saur úr fólki við lækningar. Saur er meðal annars notaður gegn þarmasýkingum og öðrum sjúkdómum hjá fólki.

En það er nýtt í þessum efnum að vísindamennirnir vilja breyta aðferðinni aðeins þannig að gefandi saursins og þiggjandi verði sami aðilinn en nú fá saurþegar saur úr öðru fólki. Þannig eigi fólk að leggja kúk úr sjálfu sér inn í kúkabankann þegar það er ungt að árum og heilbrigt. Þegar veikindi herja kannski á síðar á lífsleiðinni verður síðan hægt að sækja þennan kúk í bankann og nota til lækninga.

Með þessu vonast þeir til að hægt verði að koma í veg fyrir að ákveðin vandamál komi upp þegar saur er notaður við lækningar. Það kemur stundum fyrir að gjafasaurinn passar ekki við þarma saurþiggjandans. Miklu meiri líkur eru á að þetta passi saman ef gefandinn og þiggjandinn eru sami aðilinn.

Risastór frystir undir kúk (saur) er því kannski ekki svo slæm hugmynd hvað varðar það að geyma kúk, sem fólk leggur inn á unga aldri og tekur út síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“