fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Geymdu kúkinn þinn áður en það verður um seinan

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 22:00

Krúttlegur kúkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér risastóran frysti, gríðarstóran, sem er fullur af kúk. Mannasaur. Þetta hljómar fáránlega en er engu að síður hugmynd sem vísindamenn við Harvard háskólann hafa sett fram á grunni nýrrar rannsóknar. Þeir leggja eiginlega til að stofnaður verði kúkabanki.

Science Alert segir að þeir vilji nota gamla kúkinn þinn til að lækna veikan þig í framtíðinni.

Hugmyndin á bak við þetta er ekki alveg ný af nálinni. Á síðustu árum hafa tilraunir gefið jákvæða niðurstöðu hvað varðar það að nota saur úr fólki við lækningar. Saur er meðal annars notaður gegn þarmasýkingum og öðrum sjúkdómum hjá fólki.

En það er nýtt í þessum efnum að vísindamennirnir vilja breyta aðferðinni aðeins þannig að gefandi saursins og þiggjandi verði sami aðilinn en nú fá saurþegar saur úr öðru fólki. Þannig eigi fólk að leggja kúk úr sjálfu sér inn í kúkabankann þegar það er ungt að árum og heilbrigt. Þegar veikindi herja kannski á síðar á lífsleiðinni verður síðan hægt að sækja þennan kúk í bankann og nota til lækninga.

Með þessu vonast þeir til að hægt verði að koma í veg fyrir að ákveðin vandamál komi upp þegar saur er notaður við lækningar. Það kemur stundum fyrir að gjafasaurinn passar ekki við þarma saurþiggjandans. Miklu meiri líkur eru á að þetta passi saman ef gefandinn og þiggjandinn eru sami aðilinn.

Risastór frystir undir kúk (saur) er því kannski ekki svo slæm hugmynd hvað varðar það að geyma kúk, sem fólk leggur inn á unga aldri og tekur út síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur