fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Drakk bara vatn í einn mánuð – Þetta stóð upp úr hjá honum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 13:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við getum ekki lifað án vatns en þrátt fyrir að það sé hollt og ódýrt þá kjósa margir að drekka gosdrykki, safa eða eitthvað álíka í stað vatns á hverjum degi.

Chris Baily gerði tilraun á sjálfum sér fyrir nokkrum árum þar sem hann drakk bara vatn í heilan mánuð. Sem sagt ekkert kaffi, engir gosdrykkir eða safi, bara vatn. Rétt er að taka fram að tilraun hans snerist bara um það sem hann drakk, hann hélt áfram að borða eins og áður.

Hann skýrði frá niðurstöðunni á vefsíðu sinni, A Life of Productivity, og er óhætt að segja að niðurstöðurnar séu forvitnilegar.

Meðal þess sem hann áttaði sig á er að með því að drekka aðeins vatn minnkar hitaeininganeyslan. Vatn er góður kostur til að tryggja líkamanum vökva án þess að innbyrða hitaeiningar. Í þessu sambandi má nefna að te með sykri inniheldur um 30 hitaeiningar og 0,5 lítrar af sykruðum gosdrykk um 210 hitaeiningar.

Heilinn okkar samanstendur að stórum hluta af vatni, eða 75-85%. Það er því mikilvægt að drekka nóg til að halda heilanum í toppstandi. Með því verður einbeitingin betri og orkan meiri. Það er einmitt það sem gerðist hjá Baily.

Það að drekka bara vatn hefur jákvæð áhrif á matarlystina, það er að segja það dregur úr henni. Oft finnst okkur að við séum svöng en í raun erum við bara þyrst. Það getur slegið á svengdartilfinningu að drekka vatn og þess utan er mikilvægt að tryggja að líkaminn fái alltaf nægan vökva.

Vatnsdrykkja er góð fyrir húðina og ef þú drekkur nóg af vatni eru minni líkur á að þú hafir þörf fyrir dýr krem fyrir andlitið og líkamann. Ef vatn er tekið fram fyrir aðra drykki verður húðin sléttari, stífari og húðormum, bólum og blettum fækkar.

Með því að drekka bara vatn sparast peningar, það er að segja ef kranavatn er drukkið. Það er jú ekki ókeypis að kaupa vatn í flösku eða aðra drykki. Það er því góð hugmynd að kaupa góða margnota flösku undir vatn. Þannig er hægt að vera alltaf með nóg vatn og ekki skemmir fyrir að þetta er umhverfisvænt.

Baily áttaði sig einnig á að vatnsdrykkja er góð fyrir efnaskipti líkamans og mælir með því að fólk drekki vatn fljótlega eftir að það fer á fætur.

Það að drekka nóg af vatni er gott fyrir hjartað og dregur úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga