fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Segja að undarleg þróun sé að eiga sér stað í stöðuvötnum heimsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júlí 2022 18:00

Toba vatn í gíg eldfjallsins Toba. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa rannsakað 1,4 milljónir stöðuvatna um allan heim en um 5 milljónir ferkílómetra af yfirborði jarðarinnar eru þaktir stöðuvötnum, bæði náttúrulegum og manngerðum. Í þeim er fjölbreytt líf. En eitthvað undarlegt er að gerast í þessum vötnum ef miða má við niðurstöður rannsóknarinnar.

Það eru vísindamenn við Texas háskóla sem gerðu rannsóknina. Þeir notuðust við gervihnattarmyndir af stöðuvötnunum til að meta hversu mikið vatnsmagnið í þeim minnkaði í hverjum mánuði á árunum 1985 til 2018.

Þeir tóku tillit til marga þátta, til dæmis hraða uppgufunar, stærðar vatnanna og breytinga á hitastigi.

Niðurstöðurnar sýna að úr stöðuvötnunum gufar 15,4% meira vatn upp úr en áður var talið. Gang Zhao, einn vísindamannanna, orðaði þetta sem svo að himininn væri „þyrstari“ en nokkru sinni áður. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Hærri hiti og meiri geislar frá sólinni valda því að himininn drekkur vatnssameindir í sig í áður óþekktu magni. Þær dreifast síðan um gufuhvolfið.

Zhao segir að þegar horft sé á málið á heimsvísu sé ekki útilokað að uppgufunin sé meiri samanlögð notkun á vatni á heimilum og í iðnaði. 

Þetta getur valdið því að minna vatn verður í stöðuvötnunum og þau verða þá viðkvæmari fyrir mengun. Landbúnaður getur einnig orðið fyrir áhrifum af þessu því erfiðara verður að útvega nóg vatn til vökvunar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife