Hófsöm drykkja getur haft heilsueflandi áhrif á fólk yfir fertugsaldri segja vísindamenn. Rannsókn sem birt var í tímaritinu Lancet sýndi að það að fá sér þrjá til fjóra drykki á viku lækkaði líkurnar á veikindum um meira en fimm prósent miðað við bindindismenn.
Sérfræðingarnir sögðu að skynsamleg áfengisneysla í þessum aldurshópi getur lækkað líkur á hjartasjúkdómum, slögum og sykursýki. Áður gerðar rannsóknir sama rannsóknarhóps frá árinu 2018 komst að andstæðri niðurstöðu en eftir að frekari rannsóknir voru framkvæmdar, snerist þeim hugur.
Fólki á áttræðisaldri stafar enn minni hætta af áfengisneyslu og sögðu sérfræðingarnir að þrjú vín- eða bjórglös daglega komu ekki niður á heilsu þátttakenda á neinn mælanlegan hátt.
Einn vísindamannanna, dr. Emmanuela Gakidou við læknisfræðideild Washington-háskóla, sagði um rannsóknina: „Skilaboð okkar eru einföld: ungmenni ættu ekki að drekka, en eldra fólk gæti grætt á hófsamlegri drykkju.“