fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Þetta eru algengustu einkenni COVID-19 þessa dagana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 07:11

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar er í fullum gangi og hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Víða um heim fjölgar smituðu dag frá degi og heilbrigðisyfirvöld reikna með að faraldurinn muni enn sækja í sig veðrið í sumar og síðan bæta í þegar fer að hausta og fólk fer að vera meira inni við.

Samkvæmt nýrri breskri rannsókn, sem 17.500 manns sem höfðu greinst með COVID-19 tóku þátt í, þá eru það ákveðin sjúkdómseinkenni sem eru algengust þessa dagana hjá þeim smituðu.

BBC segir að samkvæmt niðurstöðunum þá sé hálsbólga algengasta sjúkdómseinkennið nú um stundir. Þar á eftir er höfuðverkur og síðan eru það stíflað nef og hósti sem hrjá fólk einna helst.

Í upphafi heimsfaraldursins var það mat breskra heilbrigðisyfirvalda að algengustu sjúkdómseinkennin væru hár hiti, missir bragð- og /eða lyktarskyns. En það hefur greinilega orðið breyting þar á samhliða því að veiran hefur stökkbreyst og þróast.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá eru þetta algengustu sjúkdómseinkennin þessa dagana:

Hálsbólga

Höfuðverkur

Stíflað nef

Slímlaus hósti

Nefrennsli

Hósti með slími

Hæsi

Hnerri

Þreyta

Beinverkir

Svimi

Bólgnir hálskirtlar

Breytt lyktarskyn

Brjóstverkir

Hiti

Hrollur eða skjálfti

Hlustarverkur

Missir lyktarskyns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?