fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Læknirinn grunaður um að hafa nauðgað 20-30 óléttum konum til viðbótar

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 15. júlí 2022 20:00

Giovanni Quintella Bezerra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giovanni Quintella Bezerra, svæfingalæknir í Brasilíu, var á dögunum handtekinn vegna gruns um nauðgun. Í myndbandi sem náðist með eftirlitsmyndavél sást Bezerra setja getnaðarlim sinn í munn konu sem var á leið í keisaraskurð. Hann var handtekinn degi eftir árásina og var málið rannsakað nánar í kjölfarið.

Í þeirri rannsókn kom fram að konan sem var á leið í keisaraskurð er líklegast ekki eini þolandi læknisins. Fjölmiðlar í Brasilíu greina nú frá því að þolendur hans telji í tugum, einn fjölmiðill heldur því fram að þolendur séu um 20 talsins en annar segir að þeir séu um 30. Samkvæmt Bárbara Lomba, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni í São João de Meriti, er alls búið að ná í 30 konur sem gætu verið hugsanlegir þolendur.

Bárbara segir að þörf sé á frekari rannsókn vegna málsins. „Það eru mörg ummerki um að þær séu einnig þolendur. Við höfum fengið upplýsingar um að þær hafi einnig verið svæfðar, mögulega af ástæðulausu,“ segir hún. Bárbara bætti við að þó svo að kynferðisofbeldi sé nú þegar hryllilegur glæpur þá sé það ennþá hryllilegra að í þessum málum eru þolendurnir með öllu varnarlausir.

Þá sagðist hún hafa rætt við þolandann sem varð fyrir barði læknisins síðast. „Hún grét afar mikið og henni er ennþá mjög brugðið, allri fjölskyldunni hennar er brugðið.“

Starfsfólkið setti upp eftirlitsmyndavél

Það var árvökulu starfsfólki sjúkrahússins Hospital da Mulher í Rio de Janeiro að þakka að Bezerra var gripinn glóðvolgur. Starfsfólkið hafði haft áhyggjur af því hversu stóra lyfjaskammta Bezerra var að gefa sjúklingum sínum. Þá hafði starfsfólkið á skurðstofunum enn fremur tekið eftir furðulegri hegðun læknisins við aðgerðir og grunaði að eitthvað væri ekki allt með felldu.

Starfsfólk sjúkrahússins ákvað því að koma upp eftirlitsmyndavél til að sjá hvers vegna hann hagaði sér svona furðulega. Sér til mikillar skelfingar sá starfsfólk Bezerra setja lim sinn í munn meðvitundarlausrar óléttu konunnar sem var að fara í keisaraskurð. Hann stóð innan við einn metra frá öðrum læknum og hjúkrunarfólki sem var að búa sig undir skurðinn. Aðeins tjaldið sem sett er upp við slíkar aðgerðir var þar á milli. Alls stóð árásin á konuna í tíu mínútur.

Lesa meira: Læknir handtekinn fyrir að nauðga konu í keisaraskurði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi