fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

„Hin fullkomna sýklaskál“ ógnar lýðheilsu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 07:07

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta áratug hefur þeim tilfellum þar sem sjúkdómar hafa borist úr dýrum yfir í menn fjölgað um 63% í Afríku samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. Þetta þýðir að mannkynið standi nú frammi fyrir aukningu sjúkdóma sem má rekja til dýra. Þeirra á meðal eru ebóla, apabóla og kórónuveiran sem veldur COVID-19 en talið er að hún hafi borist í menn úr leðurblökum.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að tölurnar nái til tímabilsins 2012-2021. Það vekur athygli að mikil aukning var á tilfellum af þessu tagi 2019-2020 en þá mátti rekja helming allra stórra ógna, sem steðjuðu að lýðheilsu í Afríku, til sjúkdóma sem eiga upptök sín í dýrum.

Sjúkdómar á borð við ebólu og aðrir smitsjúkdómar voru um 70% af þessum tilfellum að því er segir í yfirlýsingu frá WHO. Einnig voru apabóla, miltisbrandur og drepsótt nefnd til sögunnar.

Dr Matshidiso Moeti, yfirmaður WHO í Afríku, sagði fyrr í vikunni að bregðast verði við strax til að halda aftur af sjúkdómum sem geta borist úr dýrum í menn. Þetta verði að gera til að koma í veg fyrir að þeir dreifist mikið.

Hún skoraði á þjóðarleiðtoga að koma í veg fyrir að Afríka verði aðalupptakastaður smitsjúkdóma. Hún benti einnig á að ferðalög fólks á milli heimsálfa geri að verkum að veirur eigi auðvelt með að komast yfir landamæri.

Afríka er sú heimsálfa þar sem fólki fjölgar mest og það hefur leitt til þess að sífellt minna pláss er fyrir dýr og návígi manna og dýra því meira en áður. Þetta telja vísindamenn geta valdið enn frekari smitum úr dýrum í menn síðan áfram út um allan heim.

Dr Mike Barrett, framkvæmdastjóri vísinda- og náttúruverndarsviðs hjá WWF náttúruverndarsamtökunum, sagði að eyðing skóga valdi því að menn og dýr séu í meira návígi en áður og samhliða því aukist hættan á að sjúkdómar úr dýrum berist í menn. „Við höfum búið hina fullkomnu sýklaskál til fyrir útbreiðslu sýkla,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“