Lögreglan hafði ekki upp á morðingja hennar en gafst ekki upp og hefur haft málið til rannsóknar í þau tæpu 43 ár sem eru liðin frá því að Lesia var myrt.
Nú hefur henni loksins tekist að leysa málið en það var gert með nýrri DNA-tækni sem gerði henni kleift að rannsaka erfðaefni sem fannst á lík Lesia. Niðurstöðurnar voru sendar til alríkislögreglunnar FBI sem gerði leit í gagnagrunni sínum.
Upp kom nafn Gerald Dwight Casey. Í síðustu viku var síðan staðfest endanlega að erfðaefnið væri úr honum en þá lauk rannsókn á blóðsýni úr honum sem var í vörslu FBI.
Ekki verður hægt að ákæra Casey né rétta yfir honum þar sem hann var tekinn af lífi 2002 fyrir annað morð.