fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Játar að hafa nauðgað 10 ára stúlku – Var neitað um þungunarrof

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 08:00

Þungunarrof er nú nær algjörlega óheimilt í 11 ríkjum Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

27 ára karlmaður, Gehrson Fuentes, hefur játað að hafa nauðgað 10 ára stúlku í Ohio að minnsta kosti tvisvar. Stúlkan varð barnshafandi í kjölfar níðingsverksins en var neitað um þungunarrof þar sem hún var gengin sex vikur og þrjá daga. Ströng löggjöf um þungunarrof er í Ohio og óheimilt að fara í þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu.

Mál ofbeldismannsins var tekið til umfjöllunar hjá dómstól í Franklin County í gær. Þar kom fram að stúlkan hafi farið til nágrannaríkisins Indiana þar sem hún gekkst undir þungunarrof þann 30. júní.

Eins og fram hefur komið í fréttum felldi Hæstiréttur Bandaríkjanna tímamótadóm réttarins í „Roe v. Wade“ málinu frá 1973 úr gildi þann 24. júní. Samkvæmt niðurstöðu dómsins frá 1973 var konum tryggður aðgangur að þungunarrofi í öllum ríkjum Bandaríkjanna. En samkvæmt niðurstöðu dómsins frá því í júní er það nú algjörlega í höndum ríkja Bandaríkjanna að ákveða hvort þungarrof er heimilt.

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ákvörðun Hæstaréttar lá fyrir var lögum í Ohio breytt þannig að þungarrof er nú óheimilt ef kona er komin lengra en sex vikur á leið. Engu skiptir þótt þungunin sé afleiðing sifjaspella eða nauðgunar, þungunarrof er óheimilt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi