Mál ofbeldismannsins var tekið til umfjöllunar hjá dómstól í Franklin County í gær. Þar kom fram að stúlkan hafi farið til nágrannaríkisins Indiana þar sem hún gekkst undir þungunarrof þann 30. júní.
Eins og fram hefur komið í fréttum felldi Hæstiréttur Bandaríkjanna tímamótadóm réttarins í „Roe v. Wade“ málinu frá 1973 úr gildi þann 24. júní. Samkvæmt niðurstöðu dómsins frá 1973 var konum tryggður aðgangur að þungunarrofi í öllum ríkjum Bandaríkjanna. En samkvæmt niðurstöðu dómsins frá því í júní er það nú algjörlega í höndum ríkja Bandaríkjanna að ákveða hvort þungarrof er heimilt.
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ákvörðun Hæstaréttar lá fyrir var lögum í Ohio breytt þannig að þungarrof er nú óheimilt ef kona er komin lengra en sex vikur á leið. Engu skiptir þótt þungunin sé afleiðing sifjaspella eða nauðgunar, þungunarrof er óheimilt.