fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Pressan

Játar að hafa nauðgað 10 ára stúlku – Var neitað um þungunarrof

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júlí 2022 08:00

Þungunarrof er nú nær algjörlega óheimilt í 11 ríkjum Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

27 ára karlmaður, Gehrson Fuentes, hefur játað að hafa nauðgað 10 ára stúlku í Ohio að minnsta kosti tvisvar. Stúlkan varð barnshafandi í kjölfar níðingsverksins en var neitað um þungunarrof þar sem hún var gengin sex vikur og þrjá daga. Ströng löggjöf um þungunarrof er í Ohio og óheimilt að fara í þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu.

Mál ofbeldismannsins var tekið til umfjöllunar hjá dómstól í Franklin County í gær. Þar kom fram að stúlkan hafi farið til nágrannaríkisins Indiana þar sem hún gekkst undir þungunarrof þann 30. júní.

Eins og fram hefur komið í fréttum felldi Hæstiréttur Bandaríkjanna tímamótadóm réttarins í „Roe v. Wade“ málinu frá 1973 úr gildi þann 24. júní. Samkvæmt niðurstöðu dómsins frá 1973 var konum tryggður aðgangur að þungunarrofi í öllum ríkjum Bandaríkjanna. En samkvæmt niðurstöðu dómsins frá því í júní er það nú algjörlega í höndum ríkja Bandaríkjanna að ákveða hvort þungarrof er heimilt.

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ákvörðun Hæstaréttar lá fyrir var lögum í Ohio breytt þannig að þungarrof er nú óheimilt ef kona er komin lengra en sex vikur á leið. Engu skiptir þótt þungunin sé afleiðing sifjaspella eða nauðgunar, þungunarrof er óheimilt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum

Sæðisrugl – Eignuðust 25-75 börn vegna skorts á reglum
Pressan
Í gær

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt

Hver voru fórnarlömb Gilgo Beach morðingjans? – Þetta eru konurnar 7 sem Rex Heuermann er ákærður fyrir að hafa myrt
Pressan
Fyrir 3 dögum

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð

1968 ár stórra atburða: Stúdentauppreisn, geimferðir, stríð og morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi