John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, viðurkenndi í viðtali við Jake Tapper á CNN í gær að hann hafi komið að skipulagningu valdarána og valdaránstilrauna fyrir hönd bandarísku ríkisstjórnarinnar. Það gerði hann á meðan þeir ræddu gang yfirheyrslna í rannsókn þingnefndar á atburðum 6. janúars síðastliðinn, þegar ofbeldisfull valdaránstilraun átti sér stað þar sem æstur múgur, hvattur af þáverandi forseta Donald Trump, réðist inn í bandaríska þinghúsið.
Sem fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi var hann fenginn í viðtalsþátt Jakes Tappers til að tjá sína skoðun á gangi mála í rannsókninni. Þegar John leiðrétti þann misskilning að Donald Trump hafi lævíslega skipulagt valdarán, hann hélt því fram að þetta voru handahófskenndar ákvarðanir heimsks og illa innrætts mann, greip Jake fram í fyrir honum og sagðist ekki halda að maður þyrfti að vera bráðgáfaður til að gera tilraun til valdaráns.
Þá tók John til máls og sagði: „Þar er ég ósammála þér. Sem einhver sem hefur komið að skipulagningu valdaráns, ekki hér á landi, en þú veist, á öðrum stöðum. Það þarf mikla vinnu.“
Jake Tapper virtist vera í hálfgerðu lost yfir því að John skyldi viðurkenna þetta og spyr hann út í yfirlýsinguna. John Bolton vildi hins vegar ekki tjá sig frekar um málið.
Sjá má brot úr viðtalinu hér fyrir neðan:
Jake Tapper: „One doesn’t have to be brilliant to attempt a coup.“
John Bolton: „I disagree with that. As somebody who has helped plan coup d’etat, not here, but other places, it takes a lot of work.“ pic.twitter.com/REyqh3KtHi
— Justin Baragona (@justinbaragona) July 12, 2022