fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Pressan

Sérfræðingar eru ekki í neinum vafa um hvað Meghan Markle ætlar sér – „Hvaða starf er stærra en að vera prinsessa í bresku konungsfjölskyldunni?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 06:11

Meghan Markle. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meghan Markle er ekki mjög vinsæl í Bretlandi. Hún er eiginlega mjög óvinsæl þar í landi. En í Bandaríkjunum er staðan allt önnur, þar er hertogaynjan mjög vinsæl. Sérfræðingar í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar telja sig vita hvað Meghan ætlar sér í framtíðinni og segja að framtíð hennar, og þá væntanlega Harry prins, sé í Bandaríkjunum.

Meghan hefur blandað sér í eldheitar umræður um þungunarrof í Bandaríkjunum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttar landsins um að afnema stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs.

Í kjölfarið sagði Meghan, í samtali við Gloria Steinem blaðakonu hjá Vogue, að hún ætlaði að halda til Washington D.C. til að taka þátt í mótmælum gegn ákvörðun hæstaréttar.

Dan Wotton, einn af helstu gagnrýnendum Meghan, skrifaði í Daily Mail að það hafi alltaf verið ætlun Meghan að komast til áhrifa í Bandaríkjunum. „Ég er sannfærður um að eitthvað stórt er í gangi. Hugsanlega áætlun um að bjóða sig fram í pólitískt embætti. Hún er heltekin af bandarískum stjórnmálum og ég held að innkoma hennar í konungsfjölskylduna hafi verið hluti af stærra púsli,“ sagði heimildarmaður innan bresku hirðarinnar við Wotton á meðan Meghan og Harry bjuggu enn í Bretlandi.

Harry og Meghan.

 

 

 

 

 

 

 

Wotton segist sannfærður um að Meghan ætli alla leiðina á toppinn: „Hvaða starf er stærra en að vera prinsessa í bresku konungsfjölskyldunni? Það er auðvitað að verða fyrsta konan til að verða forseti Bandaríkjanna.“

Margir breskir og bandarískir fjölmiðlar telja að Meghan sé að reyna að koma sér fyrir lengst til vinstri innan Demókrataflokksins, meðal þeirra sem kallast „woke“. Daily Mail, sem er íhaldssamt blað, hefur af þeim sökum kallað hana „Duchess of woke“ (Hertogaynja af woke).

Hún hefur ráðið Miranda Barbot, almannatengil, til starfa en hún starfaði áður fyrir Barack Obama. Hún var meðal þeirra sem tryggðu honum endurkjör 2012.

Hjónin á brúðkaupsdaginn.

 

 

 

 

 

 

Meghan og Harry eru óvinsæl í Bretlandi um þessar mundir en í Bandaríkjunum gegnir öðru máli og þá sérstaklega meðal vinstri sinnaðra. Margir líta á viðskilnað þeirra við bresku konungsfjölskylduna sem einhverskonar uppgjör við feðraveldið innan hirðarinnar.

Tom Sykes, sérfræðingur Daily Beast í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, telur að Meghan hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta en þó ekki strax.

En það er víst lítið annað að gera en bíða og sjá hvað gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Í gær

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

New York Times velur vinnutölvu ársins

New York Times velur vinnutölvu ársins