fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Segir dönsku konungsfjölskylduna „örvæntingarfulla“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 07:07

Frederik krónprins og Mary krónprinsessa með börnum sínum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var tilkynnt að danska konungsfjölskyldan ætli ekki að framlengja samning sinn við danska skóframleiðandann Ecco sem heimilar Ecco að nota nafnbótina „Kongelig Hofleverandør“ (konunglegur birgir) en samningurinn rennur út á næsta ári.

Það var Ecco sem tilkynnti þetta á miðvikudag í síðustu viku. Danska hirðin hefur ekki tjáð sig sérstaklega um málið og það hafa talsmenn Ecco ekki heldur gert.

Um 100 dönsk fyrirtæki, til dæmis Carlsberg og Georg Jensen, mega nota nafnbótina „Kongelig Hofleverandør“ en það þykir mikill heiður að mega nota hana og mega fyrirtækin þá notast við mynd af kórónu í tengslum við vörumerki sitt.

Ljóst er að ákvörðun konungsfjölskyldunnar er mikið áfall fyrir Ecco og ákvörðunin er einstæð að sögn Kim Bach, sérfræðings í málefnum dönsku konungsfjölskyldunnar.

Í samtali við Ekstra Bladet sagði hann að með þessari ákvörðun gangi konungsfjölskyldan mjög langt.

„Það er alveg óhætt að segja þetta sögulegt. Nú er það konungsfjölskyldan sem rekur utanríkisstefnu því hún gengur lengra en ríkisstjórnin. Ég man ekki til þess að slíkt hafi áður gerst í Danmerkursögunni, svo þetta er algjörlega einstakt,“ sagði hann.

Ecco sætir mikilli gagnrýni fyrir að hafa ekki hætt starfsemi í Rússlandi. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Hvorki Ecco né konungsfjölskyldan hafa sagt nokkuð um ástæðurnar fyrir því að samningnum við Ecco verður nú slitið en enginn vafi leikur á að það er starfsemi fyrirtækisins í Rússlandi sem er ástæðan. Fyrirtækið hefur ekki dregið úr starfsemi sinni þar í landi eftir innrás Rússa í Úkraínu og hefur sætt mikilli gagnrýni vegna þess.

„Ríkisstjórnin hefur sagt að það verði að virða margvíslegar refsiaðgerðir en það þýðir ekki að Ecco geti ekki haldið áfram starfsemi í Rússlandi, eins og hingað til, en konungsfjölskyldan telur greinilega að það eigi að refsa fyrirtækinu fyrir það,“ sagði Bach.

Hann benti á að í dönsku stjórnarskránni segi ekkert um að konungsfjölskyldan megi ekki skipta sér af utanríkispólitískum málum en samningur hafi lengi verið í gildi um að konungsfjölskyldan skipti sér ekki af utanríkismálum og gangi eins langt og núna.

Hann sagði að þrátt fyrir að hvorki Ecco né konungsfjölskyldan vilji tjá sig um málið og ástæðurnar fyrir að samningnum við Ecco verði slitið þá sé ljóst að konungsfjölskyldan sé örvæntingarfull: „Konungsfjölskyldan er örvæntingarfull og það verður að líta á tilkynninguna sem varnaraðgerð því trúverðugleiki konungsfjölskyldunnar er í lágmarki vegna Herlufholmsmálsins.“

Herlufholmsmálið snýst um einkaskólann Herlufsholm. Þangað eru mörg börn úr dönsku elítunni send en um heimavistarskóla er að ræða. Í heimildarmynd sem TV2 sýndi fyrr á árinu kom fram að í skólanum hefur gróft einelti og ofbeldi liðist áratugum saman. Málið vakti enn meiri athygli en ella vegna þess að Christian prins, elsti sonur Frederik krónprins og Mary krónprinsessu, var við nám í skólanum síðasta vetur. Systir hans, Isabella, átti síðan að hefja nám þar í haust.

Dönsku krónprinshjónin í vanda – Eru þau að leyna einhverju?

Krónprinshjónin áttu í vök að verjast vegna málsins og voru um hríð á flótta undan fjölmiðlum og spurningum þeirra um málið. Mary krónprinsessa hefur í rúman áratug verið í fararbroddi fyrir samtök, kennd við hana, sem berjast gegn einelti og ofbeldi. Þótti mörgum Dönum það því mikill tvískinnungur hjá henni að láta börn sín ganga í skóla þar sem einelti og ofbeldi eru daglegt brauð.

Nýlega tilkynntu krónprinshjónin að Christian og Isabella muni ekki stunda nám í skólanum næsta vetur.

En Bach telur að málið hafi skaðað konungsfjölskylduna svo mikið að hún hafi neyðst til að rifta samningnum við Ecco: „Þau gera þetta því þau eru að taka til á öllum hillunum heima hjá sér. Þetta endaði svona því málið hefur verið erfitt fyrir konungsfjölskylduna. Það hefur verið þrýstingur frá almenningi um að gera eitthvað og þau eru hrædd við að fleiri slæm mál komi upp. Herlufsholmmálið hefur skelft þau og þau eru að reyna að bjarga eigin rassi svo talað sé hreint út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“