fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Rekin fyrir að nota ekki broskarl í skilaboðum til yfirmanns – „Það eru engar tilfinningar í skeytinu“

Pressan
Miðvikudaginn 13. júlí 2022 11:20

Eru hefðbundin símtöl á útleið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk kona, Kristen Gordan að nafni, vann á dögunum dómsmál gegn fyrrum vinnuveitenda sem snerist um ólöglega uppsögn hennar. Ástæða uppsagnarinnar var nokkuð undarleg en fyrrverandi eiginkona eiganda fyrirtækisins krafðist þess að konan yrði rekin á staðnum því hún notaði ekki neina broskarla í skilaboðum til hennar.

„Hún notaði ekki broskarla. Það eru engar tilfinningar í skeytinu!“ á eiginkonan að hafa öskrað á vinnustaðnum.

Sú sem rak konuna á staðnum heitir Phoebe Wang en hún var leysa af sem rekstrarstjóri kaffihúsakeðjunnar Sens and Goya í borginni Gold Coast í Queensland í Ástralíu vegna þess að fyrri rekstrarstjóri hafði verið rekinn.  Hún var á þeim tíma eiginkona eiganda staðarins en síðan hefur flosnað upp úr hjónabandinu.

Fyrir dómi kom fram að Gordan var við vinnu sína og sendi skilaboð á Wang um starfsmannamál kaffihúsanna. Wang tók skilaboðunum afar illa, sló síma sínum í afgreiðsluborðið og hoppaði upp og niður í reiðiskasti. Á sama tíma öskraði hún að reka þyrfti Gordon samstundis. Það var síðan gert daginn eftir.

Gordan var í fullu starfi hjá kaffihúsinu en auk afgreiðslustarfa voru starfsmannamál á hennar könnu.

Í dómsalnum kom einnig fram að samstarfsmaður Wang og Gordon hafði skoðað skilaboðin og talið þau fullkomlega eðlileg. Þá hafi Wang gefið upp ástæðuna fyrir reiði sinni.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart en dómari komst að þeirri niðurstöðu að um ólöglega uppsögn væri að ræða og fékk Gordon dæmdar bætur upp á tæplega 600 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn

Ný kvennahreyfing í kjölfar sigurs Trump – Ekki hjónaband, ekkert kynlíf og engin börn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós

Var talinn hafa látist í skelfilegu slysi í ágúst – Rannsókn á tölvunni hans leiddi annað í ljós
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump yngri sendir Zelenskí eitraða pillu – „Þú ert 38 dögum frá því að missa vasapeninginn“

Trump yngri sendir Zelenskí eitraða pillu – „Þú ert 38 dögum frá því að missa vasapeninginn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi