fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Farþegum EasyJet brá þegar þeir sáu orrustuflugvél út um gluggann – „Af hverju eru þeir að gera þetta?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 22:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flug EasyJet flugfélagsins frá London til spænsku eyjunnar Menorca um helgina lenti hálftíma á eftir áætlun. Farþegar í flugvélinni voru þó án efa ekki með hugann við þessa lítilvægu seinkun því þegar skammt var eftir af fluginu tóku þeir eftir því að orrustuflugvél af gerðinni F-18 flaug meðfram flugvélinni þeirra.

Orrustuflugvélin er sögð hafa vaggað sér til að senda flugmönnum EasyJet flugvélarinnar þau skilaboð að fylgja sér sem þeir gerðu allt þar til þeir lentu á eyjunni.

Myndband náðist af því þegar orrustuflugvélin vaggaði sér en í myndbandinu heyrist kona um borð EasyJet flugvélarinnar segja: „Af hverju eru þeir að gera þetta? Eru þeir bara að sýna sig?“

Ljóst er því að farþegar flugvélarinnar vissu ekki hvað var í gangi en um var að ræða orrustuflugvél spænska hersins. Ástæðan fyrir því að hún flaug til EasyJet vélarinnar og fylgdi henni niður er sú að borist hafði sprengjuhótun frá 18 ára farþega frá Bretlandi sem var um borð vélarinnar. Þegar vélin lenti var 18 ára farþeginn handtekinn og fjarlægður úr vélinni.

Hinir farþegarnir þurftu að fara um borð einn í einu og var farið yfir allan farangur af sérfræðingum og sprengjuleitarhundum.

Farþeginn sem var handtekinn er sagður hafa verið að ferðast með fimm vinum sínum en hann birti sprengjuhótunina. Flugsérfræðingurinn Julian Bray segir í samtali við The Sun um málið að kostnaðurinn vegna uppátækisins gæti numið 60 þúsund dollurum eða meira. Sá kostnaður gæti fallið á 18 ára farþegann en hann gæti einnig verið dæmdur í allt að 25 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum