Niðurstöður nýrrar stórrar rannsóknar, sem alþjóðlegur hópur vísindamanna gerði, styðja við niðurstöður fyrri rannsókna. Rúmlega 100.000 manns, í 21 landi, tóku þátt í rannsókninni.
Vísindamennirnir komust að því að fólk sem býr á fátækum svæðum verði fyrir meiri og verri heilsufarsáhrifum af því að sitja mikið.
Aukin hætta á ótímabærum dauða og hjartasjúkdómum fylgdi of mikilli setu í öllum hópum sem tóku þátt í rannsókninni. En hættan var meiri hjá fólki sem býr í lágtekjulöndum á borð við Banglades, Indlandi og Simbabve. Science Alert skýrir frá þessu.
Það að sitja í sex til átta klukkustundir á dag, hvort sem það er í bíl, vinnunni eða fyrir framan sjónvarpið jók hættuna á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða um 12 til 13% miðað við þá sem sátu í minna en fjórar klukkustundir á dag.
Ef setið er í meira en átta klukkustundir á dag eru líkurnar á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða 20% hærri.