fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Minni líkur á langvarandi COVID-19 af völdum Ómíkron en Delta

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að mun minni líkur séu á að fólk glími við langvarandi COVID-19 veikindi ef smitið er af völdum Ómíkron en ef það er af völdum Delta.

Sky News segir að vísindamenn við King‘s College London hafi komist að því að 4,4% smita af völdum Ómíkron valdi langvarandi veikindum en þegar um smit af völdum Delta er að ræða er hlutfallið 10,8%.

Niðurstaða vísindamannanna er því að líkurnar á að fólk glími við langvarandi COVID-19 veikindi séu 20 til 50% minni ef um smit af völdum Ómíkron er að ræða en ef um smit af völdum Delta er að ræða. Þetta er háð aldri fólks og hversu langt er um liðið síðan það var bólusett.

Vísindamennirnir notuðu gögn úr Zoe COVID einkenna rannsókninni. Dr Claire Steves, stjórnandi rannsóknarinnar, sagði að svo virðist sem mun minni líkur séu á að Ómíkron valdi langvarandi veikindum en fyrri afbrigði veirunnar en þó muni 1 af hverjum 23, sem smitast af COVID-19, glíma við einkenni í meira en fjórar vikur.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi