Þeir voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga þessa 35 ára manns.
Metro segir að 233 hlutir hafi verið í maga hans. Þar á meðal voru smámynt, rafhlöður, seglar, naglar, glerbrot, steinar og skrúfur.
Aðgerð var gerð á manninum og aðskotahlutirnir fjarlægðir. Einn læknanna sagði að þetta væri eitthvað sem þeir væru óvanir að sjá í fullorðnu fólki en hins vegar komi fyrir að börn gleypi hluti af þessu tagi.