fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Rafn Ágúst Ragnarsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 19:20

Karl konungur. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skrifstofa Karls Bretaprins hefur neitað því að það hafi neitt ólöglegt átt sér stað þegar erfingi bresku krúnunnar tók við seðlapokum í gjöf frá katörskum stjórnmálamanni. Sunday Times greindi frá því að prinsinum voru gefnar um 424 milljónir króna af sjeiknum Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani, fyrrum forsætisráðherra Katar.

Þar kom fram að peningarnir hafi verið veittir Karli á einkafundum á árunum 2011 til 2015. Í eitt skiptið kom peningurinn í skjalatösku, annað í innkaupapokum merkt versluninni Fortnum og Mason, samkvæmt AP.

Í Sunday Times kom fram að peningurinn var lagður inn á reikning góðgerðasjóðs prinsins. Skrifstofa prinsins sagði í yfirlýsingu að „gjöfunum hafi um leið verið skipt á milli góðgerðasamtaka prinsins og að tryggt hafi verið að allt hafi farið eftir réttum ferlum.“ Ríkisstjórn Katar hefur ekki fengist til að tjá sig um málið.

Sem forsætisráðherra Katar milli 2007 og 2013 sá Hamad um ríkissjóð Katar sem fjárfestir miklum upphæðum í fasteignir um allan heim, meðal annars skýjakljúfinn the Shard í Lundúnum, Heathrow-flugvöll og stórverslunina Harrods.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi