Sky News skýrir frá þessu og vitnar í niðurstöður nýrrar rannsóknar. Fram kemur að sérfræðingar telji að fleiri mannslífum hafi verið bjargað í ríkum löndum en fátækum með bólusetningu. 12,2 milljónum mannslífa hafi verið bjargað í hátekju- og millitekjulöndum.
Rannsóknin hefur verið birt í Lancet Infectious Diseases journal. Niðurstöður hennar eru að 19,8 milljónum mannslífa hafi verið bjargað með bólusetningu.
Talið er að 66% mannkyns, að minnsta kosti, hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Búið er að gefa 11 milljarða skammta.
Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum þá hafa um 6,3 milljónir látist af völdum COVID-19.