Um ein milljón manna býr í borginni. Þurrkar hafa herjað á svæðið við Nelson Mandela Bay og því styttist óðfluga í hinn svokallaða „Day zero“ að sögn Washington Post.
Á mánudaginn vöruðu borgaryfirvöld við því að vatnsmagnið í fjórum uppistöðulónum, sem sjá borginni fyrir vatni, sé orðið mjög lítið, komið á krítískt stig. Sögðu þau að aðeins sé vatn til tveggja vikna.
Miklir þurrkar hafa verið á svæðinu síðan 2015.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem „Day zero“ ógnar stórborg í Suður-Afríku. Fyrir fjórum árum var það Höfðaborg sem glímdi við vatnsskort. Borgin fær aðallega vatn frá uppistöðulónum en vegna mikilla þurrka gekk mjög á vatnið.
Yfirvöld hafa beðið íbúa í Port Elizabeth um að takmarka vatnsnotkun sína við 50 lítra á sólarhring en það mun lengja tímann fram að „Day zero“ og veita yfirvöldum tækifæri til að flytja byggja innviði til vatnsflutninga frá öðrum uppistöðulónum. Með þeirri aðferð tókst einmitt að forða Höfðaborg frá vatnsskorti fyrir fjórum árum.