fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Lífveran frá helvíti – Stundar kynlíf á andliti þínu og kúkar á þig á meðan þú sefur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 05:53

Svona líta þær út. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nú ekki hugguleg tilhugsun að vita af mörg þúsund litlum lífverum sem eru út um allan líkama okkar og sofa þessa stundina. Ekki bætir það tilhugsunina að vita að þegar maður fer að sofa þá fara þær á stjá og stunda kynlíf á andliti okkar og kúka á okkur.

Þessar lífverur eru örverur sem heita demodex folliculorum og demodex brevis. Þær er að finna í þúsundatali á líkama okkar því þar eru heimkynni þeirra.

Ladbible segir að vísindamenn hafi lengi vitað af þessum örverum, sem eru áttfættar, og partýstandi þeirra á líkama okkar þegar við sofum. En nú hefur þeim í fyrsta sinn tekist að kortleggja erfðaefni þeirra.

Þær lifa í svitaholunum okkar og fara á flakk um líkamann á nóttunni. Vísindamenn  hafa nú komist að því að þær virðast stunda kynlíf af miklum krafti þegar þær eru vakandi. Að minnsta kosti bendir erfðaefni þeirra til þess að innræktun eigi sér stað á meðal þeirra.

Vísindamennirnir fundu einnig vísbendingar um að þessar örverur séu að þróast í þá átt að þær munu lifa inni í okkur í framtíðinni frekar en bara á húðinni. Huggulegt, eða hvað?

Rannsóknin leiddi í ljós að þessar örverur eru með „óvenjulega líkamsstarfsemi“. Meðal annars missa þær erfðaefni og frumur á líkama okkar því þær lifa með eins lítið af prótíni í líkama sínum og þær komast af með. Þær eru einnig með endaþarm, það var ekki vitað áður, og það þýðir einfaldlega að þær kúka á okkur. Næst þegar þú færð útbrot eða finnur fyrir óþægindum í húðinni þá veistu hver ástæðan getur hugsanlega verið!

En það þarf ekki að örvænta og rjúka í sturtu og skrúbba allan líkamann hátt og lágt til að reyna að losna við þessar örverur, sem eru um 0,3 mm á lengd, því þær gera gagn. Þær halda svitaholunum hreinum og það væru miklu fleiri húðormar á okkur ef þessar örverur væru ekki á ferð um líkama okkar. Þess utan sjáum við þær ekki, heyrum ekki í þeim og vitum bara alls ekki af þeim.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í Oxford Academic.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn