Eins og DV skýrði frá í vikunni þá brá mörgum gestum á Gran Costa Adeje Hotel á Tenerife í brún þegar hótelstarfsmenn fjarlægðu handklæði þeirra af sólbekkjum en þar höfðu gestirnir sett þau til að taka bekkina frá en höfðu síðan farið aftur inn. Sums staðar er hægt að sekta fólk fyrir frekjugang af þessu tagi.
Sólbekkjastríð á Tenerife – „Fleiri hótel þurfa að gera þetta“
Í borginni Vigo liggur allt að 105.000 króna sekt við því að kasta af sér vatni í sjóinn eða á ströndinni. Daily Mail skýrir frá þessu.
Í Torrox á Costa Del Sol liggur 4.000 króna sekt við því að skilja handklæði eftir á sólbekkjum á ströndinni. Hald verður lagt á eignir viðkomandi þar til sektin hefur verið greidd. Sama sekt liggur við því að leika sér með bolta eða spaða á ströndinni.
Sums staðar er óheimilt að ganga um á götum í engu öðru en sundfatnaði. Allt að 40.000 króna sekt liggur við brotum af þessu tagi.
Allt að 100.000 króna sekt liggur við því að nota sápu eða sjampó í sturtum á spænskum ströndum. Ástæðan er að það eru mörg efni í sápum og sjampóum sem eru skaðleg fyrir lífríkið.
Í Valencia og víðar hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að banna fólki að sofa og tjalda á ströndinni þar sem það er hættulegt. Þannig að ef þú sofnar á ströndinni (kannski vegna óhóflegrar næturskemmtunar nóttina áður) áttu á hættu að vera vakin(n) og fá um leið sekt upp á sem nemur um 200.000 krónum.
Það liggur 100.000 króna sekt við að vera nakin á strönd sem ekki er skilgreind sem nektarströnd.
400.000 króna sekt liggur við því að grilla á ströndinni í Salobrena og víðar. Annars staðar má grilla á ströndinni en það þarf að sækja um leyfi til þess.
Á sumum ströndum, til dæmis í Katalóníu, Andalúsíu og Kanaríeyjum, má ekki reykja. 4.000 króna sekt liggur við brotum á þessari reglu.