fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Faraldur óþekktrar iðrasýkingar í Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júní 2022 07:59

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosta 800 fjölskyldur í suðurhluta Hwanghae héraðs í Norður-Kóreu glíma nú við óþekkta iðrasýkingu. Yfirvöld hafa sent heilbrigðisstarfsfólk og farsóttafræðinga á vettvang.

CNN segir að stjórnvöld hafi lýst þessu sem „bráðum iðrafaraldri“.  Suðurkóreskir embættismenn segja að hugsanlega sé um kóleru að ræða eða taugaveiki.

Fyrstu fregnir af faraldrinum bárust á fimmtudaginn. Hann bætist við kórónuveirufaraldur og skort á matvælum og öðrum nauðsynjum í þessu harðlokaða einræðisríki.

KCNA ríkisfréttastofan sagði í gær að gripið hafi verið til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins. Þar á meðal sóttkvíar og sýnatöku. Þá sé fylgst sérstaklega vel með viðkvæmum hópum á borð við börn og eldra fólk.

Frá því að yfirvöld viðurkenndu um miðjan maí að kórónuveiran hefði borist til landsins hafa um 4,6 milljónir landsmanna sýnt einkenni COVID-19. Ekki er vitað hversu margir hafa látist af völdum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Í gær

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast