Hann sagði þetta í samtali við Sky News og sagði að hér sé ekki um neinn hræðsluáróður að ræða. Þetta byggist á skoðun á steingervingum og þeirri sögu sem þeir segja. Í gegnum tíðina hafi hitastigið á jörðinni breyst mikið, þar á meðal hafi hlýnað og oft hafi spendýr orðið minni vegna hærri hita.
Hann sagði að steingervingar, sem sýna viðbrögð spendýra við hærri hita, geti búið yfir vísbendingum um hvernig spendýr muni hugsanlega bregðast við í framtíðinni.
Hann nefndi sem dæmi að fyrir um 55 milljónum ára hafi hlýnað mjög mikið á heimsvísu og þá hafi um 40% spendýra minnkað ef miðað sé við það sem er hægt að lesa út úr steingervingum frá þeim tíma.
Hann sagði ekki útilokað að það sama geti gerst hjá okkur mönnunum nú þegar loftslagið fer hlýnandi. Hann benti á að steingervingar sýni mörg dæmi um að þegar fólk hefur verið á litlum eyjum, þar sem lítið var um auðlindir og umhverfið var erfitt viðureignar, hafi fólk minnkað.
Það er þó kannski mörgum ákveðin huggun að þetta mun ekki gerast á einni nóttu, þessi þróun mun eiga sér stað á líftíma mörg hundruð kynslóða sagði hann.