Vinurinn er steinn sem fann sér leið inn í hjólskál vinstra framhjóls Perseverance snemma í febrúar þegar bíllinn var á ferð um þessa nágrannaplánetu okkar.
CNN segir að á þeim rúmu fjórum mánuðum sem eru liðnir síðan steinninn tók sér far með Perseverance hafi þeir félagar ferðast um 8,5 km yfir illfært land.
Perseverance er nú að taka borsýni í Jezero gígnum en þar var áður vatn og á. Steinarnir þar mynduðust fyrir milljörðum ára þegar vatn var á svæðinu.
Steinninn hefur engin áhrif á ferð Perseverance og nú á aðeins eftir að koma í ljós hversu lengi hann mun halda áfram að ferðast með Perseverance.