Gaia, sem er geimfar Evrópsku geimferðastofnunarinnar, var skotið á loft 2013. Það hefur verið notað til að skrá hreyfingar stjarna í Vetrarbrautinni í smáatriðum. Á þeim grunni er hægt að rekja hreyfingar þeirra aftur í tímann.
Gaia hefur nú skoðað tæplega tvo milljarða stjarna eða um 1% af stjörnunum í Vetrarbrautinni. Þetta gerir vísindamönnum kleift að endurgera uppbyggingu Vetrarbrautarinnar og komast að hvernig hún þróaðist á milljörðum ára.
Gaia hefur einnig komið að góðu gagni við að rannsaka efnafræðilega samsetningu, hitastig í geimnum, liti, massa og aldur stjarna. Það kom vísindamönnum mjög á óvart að þessar mælingar sýndu fram á mörg þúsund „stjörnuskjálfta“ en það eru skjálftar, einna líkastir flóðbylgjum, á yfirborði stjarna. Conny Aerts, hjá KU Leuven í Belgíu og félagi í samstarfshópnum um Gaia, sagði að sögn the Guardian að Gaia sé að opna gullnámu hvað varðar jarðskjálfta á massamiklum stjörnum.